Innlent

Telur íkvekju ekki óhugsandi

Tvær rosknar konur komust naumlega út úr húsi þegar eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vesturgötu í nótt. Önnur kvenanna Ragnhildur Árnadóttir segir ekki lokum fyrir það skotið að einhver hafi kveikt í íbúðinni hennar en þar blossaði eldurinn upp.

Það þykir ganga kraftaverki næst að Ragnhildur Árnadóttur, sem bjó í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp, skuli hafa komist lifandi út en afar mikill hiti myndaðist. Það sést best á því að sjónvarpið á heimili hennar bráðnaði þó eldurinn hafi ekki komið upp í því. Mikið skemmdist en Ragnhildur þótti sýna mikla dirfsku þegar hún reyndi sjálf að slökkva eldinn þó 67 ára sé orðin.

Ragnhildur gekkst undir súrefnismeðferð í morgun en hún og hin konan sem komst út hlutu báðar reykeitrun. Sonur Ragnhildar segist ekki í vafa um að snör viðbrögð slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skiptu sköpun við björgunina.

Enn eru eldsupptök ókunn en Ragnhildi þykir málið undarlegt. Svo virðist sem kviknað hafi í gardínum í glugga hennar og segir Ragnhildur að í fljótu bragði virðist henni sem einhver hafi hent einhverju logandi innum gluggann hjá henni. Þó hún vilji ekki fullyrða um það mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×