Innlent

Sumarskóli fyrir nýja Íslendinga

Sumarskóli sem rekinn er af nokkrum stofnunum Reykjavíkurborgar, verður starfræktur í sumar, en hann er ætlaður þeim sem búið hafa á Íslandi skemur en fjögur ár. Nýjum Íslendingum á öllum aldri býðst nú í sumar kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt samfélag. Með náminu er ýtt undir aðlögun og fólki gert kleift að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi.

Námsflokkar Reykjavíkur hafa umsjón með fræðslu fyrir fullorðna, í samvinnu við Alþjóðahús og Mími-símenntun. Einnig er í boði barnagæsla á meðan á íslenskunámskeiðum stendur. Þá er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið upp á leikjanámskeið og klúbbastarf ÍTR með íslenskum börnum í sínum hverfum og  fá að auki markvissa málörvun. Unglingum á aldrinum 13-16 ára býðst eins og íslenskum jafnöldrum þeirra vinna í Vinnuskólanum og þau fá einnig kennslu í íslensku sem tengist  daglegum störfum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×