Innlent

Erilsöm nótt hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins

Nóttin var nokkuð erilsöm hjá slökkvi- og sjúkraliði höfuðborgarsvæðisins. Dælubílarnir voru þrisvar kallaðir út. Það kviknaði í ruslageymslu í ASÍ húsinu við Grensásveg og lagði reyk um hæðirnar. Ekki var þó um miklar skemmdir að ræða. Einnig var kveiktur eldur við bensínstöð í Álfheimum en þegar slökkvilið bar að garði var hann nær slokknaður.

Einnig sinnti slökkvi- og sjúkraliðið um 20 sjúkraflutningum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×