Innlent

Kjörfundur er víðast hafinn

Kjörstaðir verða opnaðir frá 9 til 12 og voru flestir þeirra opnaðir nú klukkan níu. Þeim verður lokað í síðasta lagi klukkan tíu í kvöld. Kosið er í 79 sveitarfélögum en samhliða sveitarstjórnarkosningum verður á sjö stöðum á landinu kosið um nöfn á ný sameinuð sveitarfélög.

Á tólfta þúsund manns hafa kosið utankjörfundar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Alls kusu þá um átta þúsund og sex hundruð manns utankjörfundar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Í dag geta kjósendur utan af landi greitt þar atkvæði til klukkan sex en þeir þurfa samt sjálfir að koma atkvæði sínu til skila.

Ástráður Haraldsson, formaður kjörstjórnar í Reykjavík, segir kosningu í morgun hafa farið vel á stað og allt ganga vel. Oddvitar stóru framboðanna í Reykjavík tóku daginn snemma. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var mættur á slaginu níu í íþróttamiðstöðina í Austurbergi til þess að greiða atkvæði. Hann var sjálfsögðu ánægður eftir að hafa komið sínu atkvæði í kjörkassann.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinna, var ekki mikið seinna á ferðinni en hálf tíma síðar eða hálf tíu mætti hann í Ráðhús Reykjavíkur til að koma sínu atkvæði til skila.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×