Innlent

17,5 prósent búin að kjósa

Í dag ræðst hverjir sitja í borgarstjórn næstu fjögur árin.
Í dag ræðst hverjir sitja í borgarstjórn næstu fjögur árin.

Sautján og hálft prósent reykvískra kjósenda hafði greitt atkvæði á kjörstað klukkan eitt. Mest var kjörsóknin í Hlíðaskóla og Breiðagerðisskóla, tæpt 21 prósent, en áberandi minnst í Klébergsskóla, aðeins rúm ellefu prósent.

Þetta er nokkuð minni kjörsókn en undanfarin ár. Hún var 20,2 prósent á sama tíma fyrir fjórum árum, 19,6 prósent árið 1998 og 21 prósent árið 1994.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×