Innlent

Oddvitar flokkanna mættu snemma að kjósa

Dagur B. Eggertsson Oddviti Samfylkingarinnar mætir á kjörstað
Dagur B. Eggertsson Oddviti Samfylkingarinnar mætir á kjörstað MYND/Ómar

Hátt í áttatíu og sexþúsund manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Hægt er að kjósa á þrettán stöðum og voru kjörstaðir opnaðir klukkan níu í morgun og verður þeim ekki lokað fyrr en klukkan tíu í kvöld. Kjörsókn var fremur dræm framan af degi.

Oddvitar flokkanna mættu flestir snemma til að kjósa enda langur dagur framundan.

Um ellefu þúsund og fjögur hundruð manns kusu utankjörfundar hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Þetta eru mun fleiri en kusu alls utankjörfundar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

Ólíkar niðurstöður hafa birst í þremur síðustu könnunum sem gerðar hafa verið í Reykjavík undanfarið og því mikil spenna sem fylgir kosningunum.

Í tilefni dagsins buðu flokkarnir í kaffi um út allan bæ. Kosningaskrifstofur þeirra voru opnar og stuðningsmenn unnu hörðum höndum við að keyra fólk á kjörstað, hringja út fyrir flokkana og reyna hvað sem þeir gátu til að tryggja síðustu atkvæðin í hús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×