Fleiri fréttir Ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fram fara í Leifsstöð. Þannig voru erlendir ferðamenn rúmlega 73.400 talsins samanborið við 69.700 erlenda ferðamenn á sama tímabili í fyrra, þetta kemur fram á vef ferðamálastofu. 26.5.2006 10:34 Eldur í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut Minnstu munaði að stórtjón yrði í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar eldur kviknaði þar í bíl. Mikið af eldfimum húsgögnum og pappakössum voru í húsinu og fór eldvarnakerfi í gang. 26.5.2006 09:37 Tjón bænda vegna kuldakasts Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum. 26.5.2006 09:30 Ólíkar niðurstöður skoðanakannana Flökt er á milli hinna ýmsu skoðanakannana, sem verið er að gera þessa dagana, á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kannanirnar séu ekki mjög misvísandi gæti skipt sköpum hver reynist réttust. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS gefur Sjálfstæðisflokki átta fulltrúa, eða hreinan meirihluta, og Samfylkingunni fjóra. Könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið gefur Framsóknarflokknum einn fulltrúa, á kostnað meirihluta Sjálfstæðsiflokksins. Könnun Fréttablasins bætir fimmta manni við Samfylkinguna á meðan fulltrúi Framsóknar hverfur og sömuleiðis meirihluti Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir fá tvo fulltrúa. 26.5.2006 09:15 Bruni á Vesturgötu Það þykir ganga kraftaverki næst að tvær rosknar konur björguðust úr eldsvoða Í fjögurra hæða íbúðahúsi við Vesturgötu í Reykjavík snemma í morgun. Eldur hafði kraumað lengi í íbúð þeirra og gríðarlegur hiti myndast þegar þær vöknuðu og komust út. 26.5.2006 08:45 Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. 25.5.2006 18:29 Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. 25.5.2006 19:30 Slasaðist á krossarahjóli Lögreglan í Reykjavík og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna unglingsdrengs sem hafði slasast við sandgryfjurnar við Þingvallaveg. Talið er að drengurinn hafi slasast þegar hann var að leik á krossarahjóli sínu í sandgryfjunum en hann reyndist vera handleggsbrotinn. 25.5.2006 19:12 Ekki skylt að vera í björgunarvestum Farþegar um borð í skipum eða bátum þurfa ekki að vera í björgunarvestum á meðan á sjóferð stendur. Í lögum er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar viti hvar björgunarbúnað er að finna og hvernig hann skuli notaður. 25.5.2006 19:00 Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. 25.5.2006 19:00 Drengur fluttur með TF-Líf Unglingspiltur slasaðist í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag þegar hópur skólakrakka var á leið niður Esjuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveitunum Kyndli og Kili voru kallaðar út. 25.5.2006 18:57 Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 18:52 Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. 25.5.2006 18:48 TF-Líf sækir tvo göngumenn á Esjuna Tveir göngumenn slösuðust í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kyndli og Kili voru kallaðar út. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og er hún á leiðinni. 25.5.2006 16:38 Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 15:32 Rafmagnslaust í Sunda- og Teigahverfi Rafmagnslaust varð í Sunda- og Teigahverfi rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar háspennustrengur fór í sundur við Sæbraut móts við Dalsveg. Í fyrstu duttu fimm dreifistöðvar Orkuveitunnar út en þegar reynt var að setja inn rafmagn eftir öðrum leiðum kom upp bilun í kerfinu sem varð til þess að fimm dreifistöðvar til viðbótar duttu út. Rafmagnsleysið náði frá Sæbraut innundir Njörvasund, í Teigahverfi og við Vatnagarða og Sundagarða. Rafmagn er nú komið á í öllum hverfum og vonast Orkuveitan til þess að kerfið haldi þar til lokið verður við viðgerðir á strengnum. 25.5.2006 12:45 Hefur sótt um ríkisborgarrétt Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur lagt inn umsókn um íslenskan ríkisborgararétt til dómsmálaráðuneytisins. Hins vegar er ekki búist við að hún verði afgreidd fyrr en eftir átta til tólf mánuði. 25.5.2006 12:30 Tvö og hálft ár fyrir árás með felgulykli Karlmaður var í gær dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni. 25.5.2006 11:00 Harmar viðbrögð stjórnenda spítalans Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar viðbrögð stjórnenda Landspítala - háskólasjúkrahúss við upplýsingum um ráðningarkjör dönsku hjúkrunarfræðinganna sem hefja störf við spítalann í sumar. Í yfirlýsingu frá stjórn hjúkrunarfræðinga segir að hún standi fast við útreikninga sína. 25.5.2006 10:45 Tvö fíkniefnamál í Kópavogi í nótt Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi í nótt. Lögregla stöðvaði bíl við reglubundið eftirlit og kom þá í ljós að ökumaður og farþegi höfðu fíkniefni í fórum sínum. Leitað var í tveimur húsum í kjölfarið og fannst þá meira fíkniefnum. Um var að ræða amfetamín, MDMA og kannabisefnis en ekki í miklu magni. 25.5.2006 10:30 Níu fíkniefnamál á sama skemmtistaðnum Tólf minni háttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt, þar af níu þeirra á sama skemmtistaðnum. Í öllum tilvikum var um að ræða fólk sem var fíkniefni í fórum sínum og voru þau gerð upptæk og fólkinu sleppt að því loknu. 25.5.2006 10:00 Hæstiréttur mildar dóm í líkamsárás Karlmaður var í dag dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni. 24.5.2006 23:04 Eldur kviknaði út frá standlampa Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Biskupstungum á tíunda tímanum í kvöld. Lögreglumaður, sem var á frívakt var í nágrenninu, brást skjótt við og náði að slökkva eldinn sem var minniháttar. Nokkur börn voru heimavið þegar eldurinn kviknaði en þau sakaði ekki. 24.5.2006 22:22 TF-Líf sótti slasaðan mann í Úthlíð TF-Líf sótti slasaðann mann í Úthlíð í Biskupstungum um kvöldmatarleitið. Maðurinn stjórnaði krana og var að hýfa upp veggeiningu þegar festing gaf sig með þeim afleiðingum að veggurinn féll á manninn. 24.5.2006 20:54 Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. 24.5.2006 20:15 Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél. 24.5.2006 19:45 Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu. 24.5.2006 19:30 Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. 24.5.2006 19:06 Óskað eftir aðstoð þyrlu vegna slasaðs manns Tilkynning barst Landhelgisgæslunni fyrir stundu um slasaðan mann í Miðhúsaskógi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru né hvernig slysið bar að. 24.5.2006 18:27 Eykur áhuga og skilning unglinga á fjármálum Nemendur í 10. bekk segjast lífshermileikinn Raunveruleikann sem efnt var til á vegum skólayfirvalda á netinu hafa hjálpað sér mikið við að skilja ábyrga hegðun í fjármálaum. Þeir hvetja skóla til að vinna að fleiri slíkum verkefnum til að kynna raunveruleg málefni fyrir nemendum. Oft er talað um að ungt fólk kunni ekkert með peninga að fara og ef til vill er margt til í þeirri staðreynd. Í vetur var þó brugðið á heldur nýstárlega aðferð við að kenna unglingum ábyrga meðferð peninga. Nemendur í 10. bekk gátu skráð sig til leiks í gagnvirkum hermileik á netinu, sem bar heitið Raunveruleikurinn. Með því fræddust þau um neytendamál, samfélagið og lánamál auk þess sem þau gátu unnið til verðlauna. 24.5.2006 18:18 Selja Garðbæingum niðurgreitt vatn? Kópavogsbær hefur samþykkt að selja Garðbæingum vatn næstu fjörutíu árin - á niðurgreiddu verði að því er fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn heldur fram. 24.5.2006 17:22 Margir hafa kosið utankjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram. 24.5.2006 14:50 Búið að flytja skipverja til Vestmannaeyja Björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan eitt en báturinn fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar, þar af tveir erlendir ferðamenn, og tveggja manna áhöfn voru um borð í bátnum. Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja allt fólkið til Eyja. Skipstjórnarmenn 24.5.2006 13:26 44% stöðuveitinga af pólitískum toga 44 prósent stöðuveitinga í æðstu embætti ríkisins eru af pólitískum toga. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á útbreiðslu pólitískra stöðuveitinga hjá hinu opinbera. Það var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor sem framkvæmdi rannsóknina. Í henni skoðaði hann 111 stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins á árunum 2001-2005. 24.5.2006 13:11 Farþegabátur í nauðum við Vestmannaeyjar Björgunarskip frá Vestmannaeyjum eru komin að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum sem fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar og tveggja manna áhöfn voru um borð í í bátnum. 24.5.2006 12:59 Segja Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína við atkvæðaveiðar Leiðtogar Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ saka Sjálfstæðisflokkinn, sem skipar meirihluta bæjarstjórnar, um að misnota aðstöðu sína, í því skyni að afla sér fylgis í komandi bæjarstjórnarkosningum. 24.5.2006 12:15 Olían nú endurunnin til heilla fyrir umhverfið Farið er að endurvinna alla úrgangsolíu sem til fellur í landinu og nýta hana aftur sem olíu. Áður var megnið af henni flutt aftur úr landi og afgangurinn gufaði upp í andrúmsloftið. 24.5.2006 11:53 Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju var fjölbreytt tónlist á efnisskránni. Austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska rússíbanasveiflu. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi. 24.5.2006 09:15 Hjallastefnan tekur við rekstri Hraunborgar Hjallastefnan ehf. tekur við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í gær. Samningurinn er til þriggja ára en framlengist um fimm ár í senn, verði honum ekki sagt upp. Leiskólinn Hraunborg verður þar með fjórði leikskólinn sem rekinn er af Hjallastefnunni. 24.5.2006 09:00 Verkalýðsfélög á Vesturlandi sameinuð Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. 24.5.2006 08:45 Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir. 24.5.2006 08:15 Velti flutningabíl í vindhviðu Ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabíll með tengivagni valt út af veginum við Kollafjörð, undir Esjuhlíðum í gærkvöldi, í geysi harðri vindhviðu. Vegna hvassviðris á svæðinu og vestur á Kjalarnes, hefur ekki verið hægt að ná bílnum upp og varar lögregla ökumenn við því að tengivagninn er enn í vegkantinum. 24.5.2006 08:00 Töldu sig ekki skuldbundna loforði Bush við Davíð Bandaríkjamenn töldu sig ekki lengur skuldbundna af því persónulegu loforði Bush bandaríkjafroseta við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að ákveða ekki einhliða breytingar á vörnum Íslands, eftir að Davíð hætti í pólitík og Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, sem birt er í vorhefti Skýrnis. 24.5.2006 06:45 Dansstjörnur framtíðarinnar Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann. 23.5.2006 22:52 D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. 23.5.2006 22:43 Sjá næstu 50 fréttir
Ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 5,4% fyrstu fjóra mánuði ársins, samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem fram fara í Leifsstöð. Þannig voru erlendir ferðamenn rúmlega 73.400 talsins samanborið við 69.700 erlenda ferðamenn á sama tímabili í fyrra, þetta kemur fram á vef ferðamálastofu. 26.5.2006 10:34
Eldur í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut Minnstu munaði að stórtjón yrði í geymsluhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar eldur kviknaði þar í bíl. Mikið af eldfimum húsgögnum og pappakössum voru í húsinu og fór eldvarnakerfi í gang. 26.5.2006 09:37
Tjón bænda vegna kuldakasts Kornakrar bænda hafa víða skemmst vegna kuldanna undanfarið, segir Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna í viðtali við Morgunblaðið. Mold hefur skafið og fokið úr flögum, þar sem korni og grænfórði hafði verið sáð, og víða er mikið tjón af þeim sökum. 26.5.2006 09:30
Ólíkar niðurstöður skoðanakannana Flökt er á milli hinna ýmsu skoðanakannana, sem verið er að gera þessa dagana, á fylgi flokkanna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kannanirnar séu ekki mjög misvísandi gæti skipt sköpum hver reynist réttust. Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS gefur Sjálfstæðisflokki átta fulltrúa, eða hreinan meirihluta, og Samfylkingunni fjóra. Könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið gefur Framsóknarflokknum einn fulltrúa, á kostnað meirihluta Sjálfstæðsiflokksins. Könnun Fréttablasins bætir fimmta manni við Samfylkinguna á meðan fulltrúi Framsóknar hverfur og sömuleiðis meirihluti Sjálfstæðisflokks, en Vinstri grænir fá tvo fulltrúa. 26.5.2006 09:15
Bruni á Vesturgötu Það þykir ganga kraftaverki næst að tvær rosknar konur björguðust úr eldsvoða Í fjögurra hæða íbúðahúsi við Vesturgötu í Reykjavík snemma í morgun. Eldur hafði kraumað lengi í íbúð þeirra og gríðarlegur hiti myndast þegar þær vöknuðu og komust út. 26.5.2006 08:45
Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn er með rúmlega 47 prósenta fylgi og fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS. Björn Ingi Hrafnsson oddviti Framsóknarflokks nær ekki kjöri samkvæmt könnuninni. 25.5.2006 18:29
Ekki móður á lokasprettinum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar, segist síður en svo móður á lokasprettinum í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hún hafi í raun staðið hjá honum frá því í haust. Hann ræsti í dag unga sem aldna í árlegu Breiðholtshlaupi, í hverfinu þar sem hann hefur búið í liðlega aldarfjórðung. 25.5.2006 19:30
Slasaðist á krossarahjóli Lögreglan í Reykjavík og sjúkraflutningamenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna unglingsdrengs sem hafði slasast við sandgryfjurnar við Þingvallaveg. Talið er að drengurinn hafi slasast þegar hann var að leik á krossarahjóli sínu í sandgryfjunum en hann reyndist vera handleggsbrotinn. 25.5.2006 19:12
Ekki skylt að vera í björgunarvestum Farþegar um borð í skipum eða bátum þurfa ekki að vera í björgunarvestum á meðan á sjóferð stendur. Í lögum er aðeins gert ráð fyrir því að farþegar viti hvar björgunarbúnað er að finna og hvernig hann skuli notaður. 25.5.2006 19:00
Lengsta kosningasjónvarp Íslandssögunnar NFS verður með lengsta samfellda kosningasjónvarp í Íslandssögunni um helgina þegar sent verður samfleytt út í þrjátíu og fjórar klukkustundir, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds. 25.5.2006 19:00
Drengur fluttur með TF-Líf Unglingspiltur slasaðist í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag þegar hópur skólakrakka var á leið niður Esjuna. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt björgunarsveitunum Kyndli og Kili voru kallaðar út. 25.5.2006 18:57
Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 18:52
Óánægja milli sjálfstæðismanna og minnihluta í Mosfellsbæ Óánægja er komin upp milli sjálfstæðismanna og minnihlutans í Mosfellsbæ. Ekki náðist samkomulag um tilhögun sameiginlegs framboðsfundar sem vera átti í gær og því varð ekkert úr fundinum. 25.5.2006 18:48
TF-Líf sækir tvo göngumenn á Esjuna Tveir göngumenn slösuðust í Esjuhlíðum á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu, ásamt Kyndli og Kili voru kallaðar út. Búið er að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og er hún á leiðinni. 25.5.2006 16:38
Vilja að yfirkjörstjórn stöðvi kosningaspjöll Vinstri- grænir í Kópavogi hafa farið fram á það við yfirkjörstjórn bæjarins að skoðað verði hvort útsendar ávísanir frá bæjarsjóði sem sendar voru íbúum fjölbýla sem endrugreiðsla á fasteignagjöldum, brjóti í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnakosningar. Krefjast Vinstri grænir þess að yfirkjörstjórn komi þegar saman og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi að því að segir orðrétt í bréfi þeirra til yfirkjörstjórnar. 25.5.2006 15:32
Rafmagnslaust í Sunda- og Teigahverfi Rafmagnslaust varð í Sunda- og Teigahverfi rétt upp úr klukkan níu í morgun þegar háspennustrengur fór í sundur við Sæbraut móts við Dalsveg. Í fyrstu duttu fimm dreifistöðvar Orkuveitunnar út en þegar reynt var að setja inn rafmagn eftir öðrum leiðum kom upp bilun í kerfinu sem varð til þess að fimm dreifistöðvar til viðbótar duttu út. Rafmagnsleysið náði frá Sæbraut innundir Njörvasund, í Teigahverfi og við Vatnagarða og Sundagarða. Rafmagn er nú komið á í öllum hverfum og vonast Orkuveitan til þess að kerfið haldi þar til lokið verður við viðgerðir á strengnum. 25.5.2006 12:45
Hefur sótt um ríkisborgarrétt Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur lagt inn umsókn um íslenskan ríkisborgararétt til dómsmálaráðuneytisins. Hins vegar er ekki búist við að hún verði afgreidd fyrr en eftir átta til tólf mánuði. 25.5.2006 12:30
Tvö og hálft ár fyrir árás með felgulykli Karlmaður var í gær dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni. 25.5.2006 11:00
Harmar viðbrögð stjórnenda spítalans Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar viðbrögð stjórnenda Landspítala - háskólasjúkrahúss við upplýsingum um ráðningarkjör dönsku hjúkrunarfræðinganna sem hefja störf við spítalann í sumar. Í yfirlýsingu frá stjórn hjúkrunarfræðinga segir að hún standi fast við útreikninga sína. 25.5.2006 10:45
Tvö fíkniefnamál í Kópavogi í nótt Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi í nótt. Lögregla stöðvaði bíl við reglubundið eftirlit og kom þá í ljós að ökumaður og farþegi höfðu fíkniefni í fórum sínum. Leitað var í tveimur húsum í kjölfarið og fannst þá meira fíkniefnum. Um var að ræða amfetamín, MDMA og kannabisefnis en ekki í miklu magni. 25.5.2006 10:30
Níu fíkniefnamál á sama skemmtistaðnum Tólf minni háttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í gær og nótt, þar af níu þeirra á sama skemmtistaðnum. Í öllum tilvikum var um að ræða fólk sem var fíkniefni í fórum sínum og voru þau gerð upptæk og fólkinu sleppt að því loknu. 25.5.2006 10:00
Hæstiréttur mildar dóm í líkamsárás Karlmaður var í dag dæmdur fyrir Hæstarétti í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en dómnum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ætlað að bana konunni. 24.5.2006 23:04
Eldur kviknaði út frá standlampa Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Biskupstungum á tíunda tímanum í kvöld. Lögreglumaður, sem var á frívakt var í nágrenninu, brást skjótt við og náði að slökkva eldinn sem var minniháttar. Nokkur börn voru heimavið þegar eldurinn kviknaði en þau sakaði ekki. 24.5.2006 22:22
TF-Líf sótti slasaðan mann í Úthlíð TF-Líf sótti slasaðann mann í Úthlíð í Biskupstungum um kvöldmatarleitið. Maðurinn stjórnaði krana og var að hýfa upp veggeiningu þegar festing gaf sig með þeim afleiðingum að veggurinn féll á manninn. 24.5.2006 20:54
Atvinnumál og velferðarmál í öndvegi Samfylkingin býður fram í fyrsta sinn á Hornafirði í komandi sveitastjórnakosningnum. Bæði Framóknarmenn og Sjálfstæðismenn spá því að Samfylkingin muni ná tveimur mönnum inn í sveitastjórn. 24.5.2006 20:15
Áhorfendur virkjaðir í kosningasjónvarpi Áhorfendur kosningasjónvarps NFS, Stöðvar 2 og tengdra miðla verða virkjaðir á laugardagskvöld þegar þeir geta sent myndir og myndskeið af kosningavökum og -partíum víðs vegar um land. Það eina sem þarf til er farsími með myndavél. 24.5.2006 19:45
Læknirinn og frambjóðandinn á gamla vinnustaðnum Læknirinn og frambjóðandinn Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, heimsótti í dag sinn gamla vinnustað Landspítalann, til að kynna stefnumál flokksins. Sjálfur segist hann sakna gamla starfsins en er ekki viss um að það fái mikinn tíma með fram borgarstjórastarfinu. 24.5.2006 19:30
Æðarbændur verða fyrir búsifjum vegna óveðurs Æðarbændur á norðanverðu landinu hafa orðið fyrir töluverðum búsifjum vegna hretsins sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga. Þá er líklegt að illviðrið hafi höggvið skarð í minni mófuglastofna en gróðurinn virðist hins vegar ætla að sleppa nokkuð vel. 24.5.2006 19:06
Óskað eftir aðstoð þyrlu vegna slasaðs manns Tilkynning barst Landhelgisgæslunni fyrir stundu um slasaðan mann í Miðhúsaskógi. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðslin eru né hvernig slysið bar að. 24.5.2006 18:27
Eykur áhuga og skilning unglinga á fjármálum Nemendur í 10. bekk segjast lífshermileikinn Raunveruleikann sem efnt var til á vegum skólayfirvalda á netinu hafa hjálpað sér mikið við að skilja ábyrga hegðun í fjármálaum. Þeir hvetja skóla til að vinna að fleiri slíkum verkefnum til að kynna raunveruleg málefni fyrir nemendum. Oft er talað um að ungt fólk kunni ekkert með peninga að fara og ef til vill er margt til í þeirri staðreynd. Í vetur var þó brugðið á heldur nýstárlega aðferð við að kenna unglingum ábyrga meðferð peninga. Nemendur í 10. bekk gátu skráð sig til leiks í gagnvirkum hermileik á netinu, sem bar heitið Raunveruleikurinn. Með því fræddust þau um neytendamál, samfélagið og lánamál auk þess sem þau gátu unnið til verðlauna. 24.5.2006 18:18
Selja Garðbæingum niðurgreitt vatn? Kópavogsbær hefur samþykkt að selja Garðbæingum vatn næstu fjörutíu árin - á niðurgreiddu verði að því er fulltrúi Samfylkingar í bæjarstjórn heldur fram. 24.5.2006 17:22
Margir hafa kosið utankjörfundar Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna hefur gengið vel um mest allt land. Um hádegi voru tæplega 7.000 manns búnir að kjósa í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundarkosning Sýslumannsembættisins í Reykjavík fer fram. 24.5.2006 14:50
Búið að flytja skipverja til Vestmannaeyja Björgunarskip frá Vestmannaeyjum kom að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum skömmu fyrir klukkan eitt en báturinn fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar, þar af tveir erlendir ferðamenn, og tveggja manna áhöfn voru um borð í bátnum. Tveir björgunarbátar fóru á staðinn og er búið að flytja allt fólkið til Eyja. Skipstjórnarmenn 24.5.2006 13:26
44% stöðuveitinga af pólitískum toga 44 prósent stöðuveitinga í æðstu embætti ríkisins eru af pólitískum toga. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á útbreiðslu pólitískra stöðuveitinga hjá hinu opinbera. Það var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor sem framkvæmdi rannsóknina. Í henni skoðaði hann 111 stöðuveitingar í æðstu störf ríkisins á árunum 2001-2005. 24.5.2006 13:11
Farþegabátur í nauðum við Vestmannaeyjar Björgunarskip frá Vestmannaeyjum eru komin að farþegabátnum Víking PH frá Vestmannaeyjum sem fékk á sig brot við Smáeyjar vestan Heimaeyjar um klukkan hálf tólf í morgun. Sextán farþegar og tveggja manna áhöfn voru um borð í í bátnum. 24.5.2006 12:59
Segja Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína við atkvæðaveiðar Leiðtogar Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ saka Sjálfstæðisflokkinn, sem skipar meirihluta bæjarstjórnar, um að misnota aðstöðu sína, í því skyni að afla sér fylgis í komandi bæjarstjórnarkosningum. 24.5.2006 12:15
Olían nú endurunnin til heilla fyrir umhverfið Farið er að endurvinna alla úrgangsolíu sem til fellur í landinu og nýta hana aftur sem olíu. Áður var megnið af henni flutt aftur úr landi og afgangurinn gufaði upp í andrúmsloftið. 24.5.2006 11:53
Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna Tónlistarunnendur fjölmenntu á tónleika Rússíbananna og Kolbeins Ketilssonar í Íslensku óperunni í gærkvöldi. Bekkirnir í óperunni voru þéttsetnir aðdáendum hljómsveitarinnar. Að venju var fjölbreytt tónlist á efnisskránni. Austur-evrópsk sígauna áhrif voru einkennandi að vanda, í bland við ljúfa tóna frá mið-austurlöndum og alíslenska rússíbanasveiflu. Þetta voru einu tónleikar hljómsveitarinnar á Listahátíð Reykjavíkur en hátíðinni lýkur 2. júní næstkomandi. 24.5.2006 09:15
Hjallastefnan tekur við rekstri Hraunborgar Hjallastefnan ehf. tekur við rekstri leikskólans Hraunborgar á Bifröst frá og með 1. ágúst næstkomandi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá því að samningur þess efnis hafi verið undirritaður í gær. Samningurinn er til þriggja ára en framlengist um fimm ár í senn, verði honum ekki sagt upp. Leiskólinn Hraunborg verður þar með fjórði leikskólinn sem rekinn er af Hjallastefnunni. 24.5.2006 09:00
Verkalýðsfélög á Vesturlandi sameinuð Félagar í þremur verkalýðsfélögum á Vesturlandi hafa samþykkt sameiningu félaganna undir nafni Verkalýðsfélags Vesturlands. Félögin eru Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Hörður í Hvalfirði og Verkalýðsfélagið Valur í Búðardal. 24.5.2006 08:45
Skjót viðbrögð bænda á haugsugum réðu úrslitum Skjót viðbrögð bænda réðu úrslitum um það að sinubruni, sem kviknaði við Bollastaði í Hraungerðishreppi, rétt austan við Selfoss snemma í gærkvöldi, náði ekki útbreiðslu. Þeir komu á vettvang með fjórar öflugar haugsugur og gátu dælt margfalt meiru vatni en slökkviliðið. Einangrari á raflínu um sveitina slitnaði niður úr einum staurnum þannig að raflínum sló saman og við það varð mikið neistaflug, sem talið er hafa kveikt eldinn. Slökkvistarfið tók röskar tvær klukkusutndir. 24.5.2006 08:15
Velti flutningabíl í vindhviðu Ökumaður slapp ómeiddur þegar flutningabíll með tengivagni valt út af veginum við Kollafjörð, undir Esjuhlíðum í gærkvöldi, í geysi harðri vindhviðu. Vegna hvassviðris á svæðinu og vestur á Kjalarnes, hefur ekki verið hægt að ná bílnum upp og varar lögregla ökumenn við því að tengivagninn er enn í vegkantinum. 24.5.2006 08:00
Töldu sig ekki skuldbundna loforði Bush við Davíð Bandaríkjamenn töldu sig ekki lengur skuldbundna af því persónulegu loforði Bush bandaríkjafroseta við Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, að ákveða ekki einhliða breytingar á vörnum Íslands, eftir að Davíð hætti í pólitík og Halldór Ásgrímsson varð forsætisráðherra. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, sem birt er í vorhefti Skýrnis. 24.5.2006 06:45
Dansstjörnur framtíðarinnar Nemendur í Jazzballetskóla Báru stóðu fyrir veglegri nemendasýninu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Töfrar, söngleikir og ævintýri voru þema sýningarinnar í ár og voru Alladín, Bugsý Mallone, og Chicago meðal þeirra atriða sem nemendur sýndu. Skólinn fagnar fjörtíu ára starfsafmæli um þessar mundir en um sjö hundruð nemar stunda dansnám við skólann. 23.5.2006 22:52
D-listi á móti rekstri opinberra leikskóla? Þrír frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru á móti rekstri opinberra leikskóla og opinberum framlögum til menningar- og menntamála. Þessu heldur frambjóðandi Samfylkingarinnar í borginni fram. 23.5.2006 22:43