Innlent

Sviftivindar tíðir yfir fjöllum

Flugfélag Íslands, Reykjavíkurflugvelli.
Flugfélag Íslands, Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Flugvél á leið frá Akureyri til Reykjavíkur lenti í miklum sviftivindum yfir Esjunni fyrr í vikunni. Farþegum var að vonum brugðið en þeim var boðin áfallahjálp og einn farþegi þáði námskeið fyrir flughrædda í boði Flugfélags Íslands.

Vélin var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur á þriðjudagsmorgunn þegar hún fékk boð um að fljúga yfir Esjuna í aðflugi í stað aðflugs til vesturs yfir Serltjarnarnes, þar sem flugvél frá ísafirði var einnig á leið til Reykjavíkur. Yfir Esjunni lenti vélin í miklum sviftivindum en lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á áætluðum tíma.

Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi Flugfélags Íslands, segir að engin hætta hafi verið á ferðum, sviftivindar séu hins vegar ekki óalgengir yfir fjöllum landsins og flugmenn séu vanir slíkum flugaðstæðum.

Að sögn farþegar sem vildi ekki láta nafns síns getið, var farþegum vélarinnar að vonum brugðið. Síðar um daginn var hringt í manninn og honum boðin áfallahjálp sem hann afþakkaði, enda þótti honum ekki ástæða til.

Flugturninn í Keflavík skráði uppákomuna og verður gerð skýrsla í framhaldi, sem mun væntanlega skera úr hvort atvikið teljist alvarlegt eða ekki. Reynist það vera, mun málið fara til frekari rannsóknar hjá Flugmálastjórn Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×