Fleiri fréttir

Öskjuhlíðarskóli fær Grænfánann

Gleði og stolt skein út hverju andliti nemenda og starfsmanna Öskjuhlíðarskóla í morgun þegar þau tóku við Grænfánanum, viðurkenningu fyrir ötullt starf í umhverfismálum. Skólinn mun flagga fánanum næstu tvö árin í það minnsta.

Fallið frá beiðni um gæsluvarðhald

Tveir ungir menn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí fyrir að nema mann á brott og misþyrma honum í Heiðmörk um síðustu helgi. Þriðji maðurinn var einnig talinn tengjast málinu en í morgun var fallið frá beiðni um gæsluvarðhald yfir honum.

KEA úthlutar 5 milljónum króna úr Háskólasjóði

Á aðalfundi KEA þann 6. maí síðastliðinn var tilkynnt um úthlutun úr Háskólasjóði KEA árið 2006. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, afhenti styrkina við formlega athöfn í húsnæði Háskólans á Borgum í dag kl. 11:00.

Aldrei fleiri leikskólakennarar útskrifaðir

85 manns munu útskrifast sem leikskólakennarar frá Kennaraháskóla Íslands í júní. Þetta er stærsti árgangur leikskólakennara til þessa en svo virðist sem kjaradeila leikskólakennara hafi lítil áhrif á ásóknina í námið.

Fljúga til sex nýrra áfangastaða

Iceland Express opnaði i gær áætlunarferðir til sex nýrra áfangastaða í Evrópu. Félagið er að skoða fleiri áfangastaði og einnig innanlandsflug á Íslandi.

Heitt í kolunum á fundi um aldraða

Heilbrigðisráðherra voru afhentar hátt í þrettán þúsund undirskriftir aldraðra og fatlaðra um bætt kjör, á hátt í þúsund manna fundi þessara hópa með fulltrúum stjórnvalda í Háskólabíói í gærkvöldi, þar sem heitt var í kolunum.

Par slasaðist í bílslysi

Bíll valt út af veginum við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit laust undir hádegi í morgun. Par var í bílnum og var það flutt á slysadeild með sjúkrabíl.

Gefur lítið fyrir gagnrýnina

Iðnaðarráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni á frumvarp um nýsköpunarsjóð á ársfundi Iðntæknistofnunar í morgun. Frumvarpið væri tilraun til að skera á aðskilnað milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins þegar kæmi að stuðningi við nýsköpun og atvinnuþróun.

FL Group til Lundúna

FL Group hefur opnað skrifstofu í Lundúnum og ráðið framkvæmdastjóra til að stýra starfsemi félagsins í Bretlandi. Sá heitir Adam Shaw og hefur meðal annars starfað hjá KB banka í Lundúnum.

Sjálfsinnritun í Leifsstöð

Farþegar Icelandair á leið til útlanda geta frá og með deginum í dag innritað sig sjálfir til brottfarar frá Leifsstöð. Sex nýjar sjálfsafgreiðsluvélar verða teknar í notkun í hádeginu. Markmiðið er að flýta fyrir innritun og stytta biðraðir.

Skyr selt í Danmörku

Skyr er fæða hreystinnar, fegurðarinnar og aflsins, sagði Guðni Ágústosson landbúnaðarráðherra við blaðamann Morgunblaðsins í gær, þegar hann afhenti fyrstu skyrdósirnar til sölu í verslun IRMA í Kaupmannahöfn.

Forsetahjónin keyptu fyrsta álfinn

Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu Vog í morgun og keyptu fyrsta álfinn í árlegri álfasölu SÁÁ. Álfasalan í ár er sú sautjánda í röðinni en hún er mikilvægasta fjáröflun SÁÁ.

Alræmds plastblómasala leitað

Lögregla á Suðvesturlandi leitar nú að alræmdum plastblómasala af erlendu bergi brotinn, eftir að hann steig á vítalínuna í gær með því að stela fimm þúsund krónum frá konu, sem býr á sambýli aldraðra í Keflavík.

Reikult ökulag vakti athygli

Reikult ökulag á fólksbíl, vakti athygli lögreglunnar í Keflavík í gærkvöldi og stöðvaði hún ökumanninn. Kom þá í ljós að hann reyndist í meira lagi drukkinn.

Eldur í sumarbústað

Sumarbústaður við Hreðavatn, skammt frá Bifröst, stórskemmdist í eldi seint í gærkvöldi. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp.

Tveir í gæsluvarðhald vegna árásar

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí vegna gruns um frelsissviptingu og alvarlega líkamárás í Heiðmörk um helgina. Dómarinn frestaði úrskurði um gæsluvarðhald yfir þriðja manninum til kl. 11 í dag.

Segir ríkið stærsta lífeyrisþegann

Húsfyllir var í Háskólabíói þegar Þjóðfundur um þjóðarátak í málum aldraðra var haldinn. Á fundinn höfðu fulltrúar allrar stjórnmálaflokka verið boðaðir og vakti athygli að allir nema Steingrímur J. Sigfússon virtust sammála um að það bæri að flytja málefni eldri borgara Íslendinga frá ríki til sveitarfélaga.

Umhverfisráðherra jákvæður í garð friðunar Langasjós

Umhverfisráðherra segir vel koma til greina að Langisjór verði friðaður og að hann komi hugsanlega inn í stækkaðan Vatnajökulsþjóðgarð í framtíðinni. Landsvirkjun hefur sýnt stöðuvatninu áhuga með það fyrir augum að veita hluta Skaftár þar í gegn.

Vetnisbílar á almennan markað eftir 4 til 8 ár

Vetnisknúnir fólksbílar geta farið í fjöldaframleiðslu og á almennan markað eftir fjögur til átta ár. Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors er nú í kynningarferð hér á landi með hóp erlendra blaðamanna til að kynna þróun vetnistækninnar.

Tveir menn í gæsluvarðhaldi vegna árásar í Heiðmörk

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí vegna gruns um frelsissviptingu og alvarlega líkamárás í Heiðmörk um helgina. Dómarinn frestaði úrskurði um gæsluvarðhald yfir þriðja manninum til klukkan ellefu í fyrramálið. Lögreglan í Kópavogi óskaði í dag í Héraðsdómi Reykjaness eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur ungum mönnum sem grunaðir eru um líkamsárás og mannrán í Garðabæ á laugardagskvöld.

Ætla ekki að starfa við spítalann

Heill árgangur hjúkrunarfræðinga, sem útskrifast í vor, ætlar ekki að hefja störf á Landspítalanum nema laun verði hækkuð. Landspítalinn á í samningaviðræðum við erlendar starfsmannaleigur til þess að ráða bót á manneklunni á spítalanum.

Umferðarstofa til fyrirmyndar

Umferðarstofu var í dag veitt viðurkenning fyrir að vera fyrirmyndar ríkisstofnun ársins 2006. Tilgangur þessara verðlauna er að hvetja stofnannir til dáða í að bæta þjónustu, hagkvæmni, skilvirkni og árangur í ríkisrekstri.

Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa í júní í fyrra haft samræði við konu sem ekki gat spornað gegn verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Þá er hann dæmdur til að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur sem og sakar- málskostnað upp á tæpar 7 hundruð þúsund krónur.

Aðalskipulag Seltjarnarness staðfest

Nýtt aðalskipulag Seltjarnarnessbæjar var staðfest og undirritað í dag af Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Með staðfestingunni er lokið viðamiklu skipulagsferli, sem hófst árið 2002, lokið.

Vara við vaxtahækkunum

Samtök atvinnulífsins lýsa yfir áhyggjum sínum af hugsanlegri vaxtahækkun Seðlabankans nú næstu daga í því skyni að vinna gegn hækkunum á verðlagi í landinu. Í bréfi til bankastjórnar Seðlabankans lýsa samtökin verulegum efasemdum um að vaxtahækkun nú muni skila tilætluðum árangri. Allt eins megi reikna með því að vaxtahækkun þyki ótrúverðug vegna þess hve vextir eru háir fyrir og vegna þess að gengið lækkaði þrátt fyrir þessa háu vexti. Þá benda SA á líkur á efnahagssamdrætti á næsta ári og telja vaxtahækkun því vafasama. SA hvetja því Seðlabankann til að halda að sér höndum með vaxtahækkun.

Deilt um hugmyndir um gjaldskyldu

Samfylkingin boðar gjaldskyldu fyrir bílastæði við leik- og grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla í Reykjavík á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins og sagt að þessar hugmyndir séu komnar í framkvæmdaáætlun um samgöngustefnu. Í fréttatilkynningunni var því einnig lýst yfir að Sjálfstæðismenn séu algerlega andvígir slíkri gjaldtöku.

Treyja Ronaldinhos seldist á rúmlega milljón

Rúmlega ein milljón króna safnaðist í uppboði á treyju Ronaldinhos, fótboltakappa í Barcelona, á vegum Glitnis. Uppboðið var til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og fór fram á sjávarútvegssýningunni í Brussel.

Leitað á ákveðnum svæðum

Dregið hefur verið úr umfangi leitarinnar að Pétri Þorvarðarsyni sem ekkert hefur spurst til síðan aðfaranótt sunnudags. Byrjað er að kalla björgunarsveitarmenn heim en leit verður haldið áfram á ákveðnum svæðum.

Lögregla óskar eftir gæsluvarðhaldi

Lögreglan í Kópavogi óskaði í dag í Héraðsdómi Reykjaness eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur ungum mönnum sem grunaðir eru um líkamsárás og mannrán í Garðabæ á laugardagskvöld. Héraðsdómari er þessa stundina að taka afstöðu til gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. Þeir grunuðu gáfu sig allir fram við lögregluna í Kópavogi í dag. Sá fyrsti ffyrir hádegi. Lögreglan hafði símasamband við hina tvo sem síðan gáfu sig fram í sitthvoru lagi, annar um hádegið og hinn um klukkan tvö. Mennirnir hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglunni í dag. En þeir eru runaðir um að hafa numið mann á brott af heimili hans í Garðabæ á laugardagskvöld, ekið með hann upp í Heiðmörk og gengið í skrokk á honum. Allir hinir grunuðu eru innan við tvítugt og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Sá sem fyrir árásinni varð, liggur á sjúkrahúsi og mun ekki enn vera úr allri lífshættu.

Dregið úr umfangi leitarinnar

Byrjað er að kalla þá björgunarsveitarmenn heim sem hafa leitað að Pétri Þorvarðarsyni sem hvarf á Grímsstöðum á Fjöllum aðfaranótt laugardags. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna hefur verið við leit en nú verður dregið verulega úr umfangi leitarinnar.

Allir í haldi lögreglunnar

Þriðji maðurinn sem grunaður er um líkamsárás í Heiðmörk um helgina er nú í haldi lögreglunnar í Kópavogi. Hann gaf sig fram nú fyrir stundu. Hinir tveir gáfu sig fram fyrr í dag.

Gorbatsjof vinsæll

Um fimm hundruð miðar hafa selst á fyrirlestur Mikhail Gorbatsjofs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem kemur til landsins í október en þá verða tuttugu liðin frá leiðtogafundi hans og Ronald Reagans, Bandaríkjaforseta, í Höfða.

Tveir árásarmannanna í gæsluvarðhaldi

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Kópavogi vegna gruns um að hafa tekið þátt í líkamsárás ásamt einum til viðbótar á laugardagskvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi er búist við því að þriðji maðurinn gefi sig fram nú um tvö leytið.

Stjórnvöld hafa ekki sinnt málefnum aldraðra

Samtök eldri borgara boða til þjóðfundar um málefni sín í Háskólabíói í kvöld. Stefán Ólafsson, prófessor, mun birta niðurstöður rannsóknar sem sýnir að eldri borgarar hafa dregist aftur úr í kjörum og einnig verður gerður samanburður við kjör eldri borgara á Norðurlöndunum.

Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir í sókn á Akranesi

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir eru í verulegri sókn á Akranesi en fylgi við Samfylkinguna minnkar frá síðustu kosningum og Framsóknarflokkur tapar helmingi fyrra fylgis síns, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Þjóðmálafundur NFS í Hafnarfirði í kvöld

Sjöundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu, vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Hafnarfirði í kvöld. Þar er Samfylkingin með hreinan meirihluta eftir síðustu kosningar, en kl. 17 í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því.

Viðbúnaður við Sundahöfn

Lögregla og kafarar eru nú við störf í Sundahöfn í Reykjavík. Um er að ræða eftirgrennslan eftir manni en bíll hans fannst á svæðinu í dag. Ekki er talið að um saknæmt athæfi sé að ræða.

Eimskip kaupir í bresku fyrirtæki

Eimskip hefur gengið frá kaupum á 55% hlut í breska fyrirtækinu Innovate, sem sérhæfir sig í geymslu og dreifingu á kældum og frystum afurðum. Kaupverð er trúnaðarmál. Í tilkynningu Eimskips segir að með kaupunum á hollenska frystigeymslufyrirtækinu Daalimpex fyrr á árinu og Innovate nú sé Eimskip orðið ráðandi aðili í Evrópu þegar kemur að geymslu á hitastýrðum matvælum.

Lítið upp í skaðann af virkjun

Tuttugu milljóna króna styrkur Alcoa vegna þjóðgarða vegur lítið til móts við þann skaða sem verður af Kárahnjúkavirkjun segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann telur styrkinn frekar til marks um sýndarmennsku en að fyrirtækið standi sig vel í umhverfismálum.

Viðráðanlegt ójafnvægi

Vaxandi ójafnvægi í íslenska hagkerfinu er áhyggjuefni. Efnahagshorfur eru þó góðar og ríkisstjórnin ætti að vera í stakk búin að takast á við sveiflur í efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Segist iðrast gjörða sinna

Eyþór Arnalds segir áhugann á stjórnmálum sinn óbreyttann en framtíðin muni skera út um pólistískan frama hans. Hann segist iðrast gjörða sinna sem hann segir óafsakanlegar.

ESSO lækkar bensínverðið

ESSO lækkar verðið á bensínlítranum um eina krónu í dag og er algengt verð í sjálfsafgreiðslu 124,40 krónur. Lítrinn af dísilolíu og gasi lækkar einnig um eina krónu.

Leit stendur enn

Leit stendur enn að Pétri Þorvarðarsyni, sem fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöllum aðfaranótt sunnudags. Búið er að leita vandlega á 500 ferkílómetra landsvæði án þess að nokkur vísbending hafi fundist um ferðir Péturs.

Óflughæfar nær fimmta hvern dag frá áramótum

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið óflughæfar samtímis nær fimmta hvern dag frá áramótum. Þá daga hefur þurft að treysta alfarið á aðstoð frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli eða danska varðskipinu Triton ef þyrlu hefur þurft til björgunarstarfa.

Sjá næstu 50 fréttir