Fleiri fréttir

120 störf í hættu í Noregi

Á næstunni verður tekin ákvörðun um að bæta við framleiðslu Íslenska járnblendifélagsins, en norska ríkisútvarpið segir að 120 störf séu í hættu vegna þessa í Noregi.

Slapp við reykeitrun

Kona var flutt á Slysadeild Landsspítalans undir morgun vegna gruns um að hún hafi fengið reykeitrun, eftir að íbúð við Bergþórugötu fylltist af reyk.

Fara enn huldu höfði

Ungu mennirnir þrír, sem lögreglan hefur lýst eftir um allt land eftir að þeir numu ungan mann af heimili hans í Garðabæ á laugardagsvköldið og misþyrmdu uppi í Heiðmörk, fara enn huldu höfði.

Pétur Þorvarðarson enn ófundinn

Leit stendur enn að Pétri Þorvarðarsyni, sem fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöllum aðfararnótt sunnudags. Engar vísbendingar hafa fundist um afdrif Péturs.

Íslensk börn fá þriðjung orku sinnar úr næringarlausu fæði

Íslensk börn fá allt að þriðjung orku sinnar úr sælgæti, kexi og öðrum neysluvörum sem innihalda litla sem enga næringu. Engin önnur börn í Evópu neyta jafn lítils magns af ávöxtum og grænmeti. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrra rannsókna á mataræði skólabarna á aldrinum 9-15 ára.

Eftirlýstir af lögreglunni í Kópavogi

Þrír menn eru eftirlýstir af lögreglu vegna alvarlegrar líkamsárásar á laugardagskvöld. Mennirnir rændu fórnarlambinu af heimili þess og liggur það nú þungt haldið á spítala. Mennirnir þrír eru þekktir í undirheimum Garðabæjar og hafa allir komið marg oft við sögu lögreglu. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í það minnsta einn þeirra sé viðriðinn sveðjuárás í Garðabæ í fyrra og að hinir tveir séu á skilorði.

Leitin að Pétri Þorvarðarsyni hefur engan árangur borið

Leitin að Pétri Þorvarðarsyni sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan í fyrrinótt hefur engan árangur borið. Á þriðja hundrað björgunarmanna og nokkrir sporhundar taka nú þátt í leitinni, en þyrla varnarliðsins er hætt leit í dag og ekki hefur verið ákveðið hvenar leit hefst aftur á morgun.

Varðeldur kveiktur í skógrækt við Rósaselstjarnir

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögreglan börðust síðdegis við þó nokkurn sinueld á skógræktarsvæði við Rósaselstjarnir ofan við byggðina í Keflavík. Varðeldur hafði verið kveiktur í skógræktinni og af ummerkjum að ráða hafði verið gerð tilraun til að poppa poppkorn á eldinum sem síðan barst í skógræktina.

Járnblendistörf kunna að flytjast til Íslands

Á næstunni verður tekin ákvörðun um að bæta við framleiðslu Íslenska járnblendifélagsins, sem kann að hafa í för með sér 30 - 40 viðbótarstörf við járnblendið á Grundartanga. Norska ríkisútvarpið segir að 120 störf séu í hættu í Aalvik í Harðangri ef svo fer sem horfir að framleiðsla á magnesíum kísiljárni flytjist frá Noregi til Íslands.

Vilja tómstundastarf á vinnutíma

Tómstundastarf barna á skólaaldri er frambjóðendum í Reykjavík ofarlega í huga og vilja þeir tvinna það við skólastarfið svo því verði lokið innan hefðbundins vinnutíma. Skiptari skoðanir eru um skólabúninga, fríar máltíðir í skólum og gjaldfrjálsa leikskóla

Viðbrögð við Fuglaflensu á áhættustig 1

Þar sem ekki hefur verið staðfest tilvik fuglaflensu (Avian Influensu af H5N1 stofni) á Íslandi hefur landbúnaðarráðherra, að fengnum tillögum Landbúnaðarstofnunar, ákveðið að aflétta þeim ráðstöfunum sem mælt var fyrir um tímabundnar varnaðaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa eða Avian Influensa berist í alifugla.

Sala á greiningarlyfjum gæti skapað tekjur innan skamms

Íslensk erfðagreining og bandaríska fyrirtækið Illumina, sem sérhæfir sig í þróun tækja sem notuð er til erfðarannsókna, greindu frá því í dag að þau hafi tekið upp samstarf um að þróa og markaðssetja DNA-greiningarpróf fyrir algenga sjúkdóma.

Vilja ekki stækkun álversins

Vinstri-grænir í Hafnarfirði eru andvígir stækkun álversins í Straumsvík og hyggjast beita sér gegn henni í bæjarstjórn nái þeir til þess kjöri. Þeir vilja auk þess auka vægi íbúa Hafnarfjarðar í ákvarðanatöku um mál sem snerta þá.

Málþing hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, standa að málþingi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi og lífsskoðanafélög. Lífsskoðanafélög eru félög sem fjalla um siðferði og lífsskoðanir og sjá meðlimum fyrir félagslegum athöfnum eins og nafngift, fermingu, giftingu og greftrun (dæmi Siðmennt á Íslandi og Human Etisk Forbund í Noregi) en tilgangur málþingsins er að fjalla um jafnræði trúfélaga, skráningu lífsskoðanafélaga og trúfrelsi á Íslandi.

Ekkert verður af setuverkfalli

Ekkert verður af setuverkfalli stuðningsfulltrúa hjá svæðisskrifstofum fatlaðra sem átti að hefjast í kvöld. Trúnaðarmenn starfsmanna samþykktu nýgerðan stofnanasamning á fundi í hádeginu og var hann undirritaður klukkan þrjú.

Þyrla Varnarliðsins aðstoðar við leit

Þyrla varnarliðsins er farin í loftið til að aðstoða við leit að Pétri Þorvarðarsyni 17 ára pilti, sem saknað er frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan í fyrrinótt. Á þriðja hundrað björgunarmanna og nokkrir sporhundar taka nú þátt í leitinni og er búið er að kalla út björgunarsveitir frá svæði 9 og 10, einnig er verið að kalla út menn af höfuðborgarsvæðinu sem fara flugleiðis með flugvél Lanhelgisgæslurnar kl.17:00.

Bjarni Ármannsson nýr formaður stjórnar SBV

Bjarni Ármannsson var kjörinn formaður stjórnar Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja á stjórnarfundi SBV sem haldin var í dag, 15. maí. Bjarni var kjörinn formaður til næstu tveggja ára, en ný stjórn var kjörin á aðalfundi SBV 27. apríl sl.

Lækkun fasteignaskatts samþykkt

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögur gjaldskrárnefndar sveitarfélagsins um reglur er varða lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

Engir biðlistar eftir leikskólaplássi

Gert er ráð fyrir að öll börn fædd árið 2004, sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Fljótsdalshéraði, verði komin á leikskóla í haust. Á Fréttavefnum Austurlandið.is kemur fram að um er að ræða rúmlega 90% þeirra barna sem eru fædd á þessu ári og búa í sveitafélaginu.

Fannst látinn á Fjarðarheiði

Maður á sjötugsaldri fannst látinn á Fjarðarheiði um klukkan ellefu í gærkvöldi. Maðurinn hafði farið á bíl sínum upp á Fjarðarheiði til að ganga á skíðum. Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir miðnætti þegar hann skilaði sér ekki innan eðlilegra tímamarka. Um tíu björgunarsveitarmenn fóru á vélsleðum til leitarinnar. Maðurinn fannst síðan stuttu síðar í nágrenni við Heiðarvatn eða um einn kílómeter frá bíl sínum. Hann var þá látinn en talið er að hann hafi orðið bráðkvaddur.

Ýsuverð á uppleið

Verð á ýsu hefur hækkað miðað við síðastliðinn mánudag. Á heimasíðu Interseafood.com er greint frá því að verð á þorski og ufsa hafi lækkað í Hanstholm í Danmörku en framboð hefur aukist af öllum þremur fisktegundunum. Mest var framboðið af ýsu í Hanstholm í dag eða um 43% af heildarframboði. Nokkuð framboð var einnig af karfa en lítið hefur verið um karfa síðustu vikur. Framboð var þó mest af þorski.

Humar sumar á Hornafirði

Það er sannkallað humar sumar framundan á Hornafirði. Rúmlega fimmtíu skólakrakkar hafa verið ráðnir í humarvinnslu í Skinney-Þinganesi í sumar, en það er mun meiri fjöldi en hefur verið ráðinn til humarvinnslu síðustu ár.

Tvær konur efstar á listum

Tvær konur leiða nú aðalstjórnmálafylkingarnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg, eftir að Eyþór Arnalds, oddivti sjálfstæðismanna, dró sig í hlé vegna ölvunaraksturs. Hann ætlar hins vegar að taka sæti í bæjarstjórninni þegar hann hefur tekið út refsingu fyrir brotið.

Ræðst hvort verður af setuverkföllum

Það ræðst í hádeginu hvort stuðningsfulltrúar sem vinna hjá svæðisskrifstofum fatlaðra fara í setuverkfall í kvöld eða ekki. Trúnaðarmenn stuðningsfulltrúa sitja nú fund með forystu SFR þar sem farið er yfir samning sem fulltrúar SFR og svæðisskrifstofa fatlaðra náðu samkomulagi um í gær.

L-listinn kynnir bæjarstjóraefni sitt

Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur og skrifstofustjóri á fjárreiðusviði Háskóla Íslands, verður bæjarstjóraefni L-lista félagshyggjufólks í Stykkishólmi. L-listinn býður fram til sveitastjórnarkosninga 27. maí næstkomandi, en bæjarstjórefni flokksins var kynnt á fundi síðastliðinn laugardag.

Ók öfugan hring í hringtorgi

Ökumaður var kærður fyrir að aka á móti umferð í hringtorginu á Ísafirði í nótt. Samkvæmt lögreglunni var ekki um ókunnugleika að ræða, en ökumaðurinn sá eflaust ekki fyrir kæru lögreglunnar áður en hann fór öfugan hring í hringtorginu.

Vinstri grænir tvöfalda fylgi sitt

Fylgi hrynur af Framsóknarflokknum á Akureyri en Vinstri grænir nánast tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, samkvæmt þeim, sem tóku afstöðu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjáflstæðisflokkurinn héldi sínum fjórum bæjarfulltrúum.

Ölvaður á 120 km hraða

Ökumaður var stöðvaður á rúmlega hundrað og tuttugu kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni um klukkan tvö í nótt og reyndist hann vera ölvaður. Tveir aðrir, sem voru stöðvaðir við venjulegt eftirlit, reyndust líka undir áhrifum áfengis.

Flokkurinn heldur sínu striki

Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árborg, sagði í viðtali við NFS í morgun að flokkurinn myndi halda sínu striki þrátt fyrir áfall Eyþórs. Ekki yrði hróflað við framboðslistanum, enda væri það ekki heimild samkvæmt lögum. Sjálfstæðsimenn styttu ákvörðun Eyþórs og áform hans.

Játaði á sig hnífstungu

Karlmaður á tvítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi eftir að hafa játað á sig að hafa veitt ungum manni alvarlega áverka með hnífi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Hann var í lífshættu þegar björgunarmenn komu á vettvang.

Ungi maðurinn ófundinn

Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn leituðu án árangurs í alla nótt að 17 ára pilti, Pétri Þorvaðrarsyni, sem fór frá bænum Grímstungu við Grímstaði á Fjöllum um klukkan fjögur í fyrrinótt. Fimm sporhundar voru þeim til aðstoðar og áhöfn þyrlu af dönsku varpðskipi, sem er í Reykjavík, leitaði í gærkvöldi.

Eyþór ekki í kosningabaráttunni

Eyþór Arnalds hefur ákveðið að taka ekki sæti í bæjarstjórn Árborgar fyrr en máli vegna ölvunarakstur hans í fyrrinótt er lokið og hann hefur tekið út þá refsingu sem honum kann að vera gerð.

Eyþór dregur sig út úr kosningabaráttu

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg hættir kosningabaráttu og tekur ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en hann hefur tekið út þá refsingu sem hann hlýtur fyrir ölvunarakstur í nótt. Þá hyggst Eyþór fara í áfengismeðferð. Þetta er niðurstaða fundahalda Eyþórs með forystu Sjálfstæðisflokksins og samstarfsmönnum í Sjálfstæðisflokknum í Árborg.

Stolinn keppnishestur fannst undir kvöld

Keppnishesti var stolið úr hesthúsi í Hafnarfirði einhvern tíma í nótt, og svo virðist sem unglingar hafi verið að verki. Hesturinn fannst um sexleitið í dag.

Sjálfstæðismenn í Árborg í uppnámi vegna handtöku Eyþórs

Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir. Forsvarsmenn flokksins í kjördæminu hittust á fundi undir kvöld til að ákveða hvernig brugðist verður við þessum tíðindum

Skilinn eftir í blóði sínu í Heiðmörk

Ungur maður fannst liggjandi í blóði sínu í Heiðmörk í gærkvöldi. Maðurinn vildi ekki tjá sig um málsatvik við lögreglu en heimildamenn fréttastofu segja að hann hafi verið barinn af þekktum misyndismönnum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að maðurinn hafi verið staddur í heimahúsi í Garðabæ um klukkan tíu í gærkvöld þegar menn sem þekktir eru í undirheimum bæjarins bönkuðu upp á og báðu hann að koma út í bíl og tala við sig.

Félagar í Herði riðu til kirkju í dag

Félagar í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ tóku í dag upp gamlan sið þegar þeir riðu til kirkju í Mosfellsdalnum. Sú hefð varð til á sjöunda áratugnum að ríða til Mosfellskirkju einu sinni að vori en það lagðist af fyrir tólf árum.

Eyþór Arnalds handtekinn fyrir ölvunarakstur

Eyþór Arnalds, oddviti á lista sjálfstæðismanna í Árborg, var handtekinn ásamt unnustu sinni í nótt, en þau eru grunuð um að ekið ölvuð á ljósastaur og flúið af vettvangi. Eyþór gisti fangageymslur í nótt en var sleppt í dag eftir að játning lá fyrir.

Leitað að manni í nágrenni Grímsstaða á fjöllum

Björgunarsveitir frá Húsavík og nágrenni leita nú ungs manns sem saknað hefur verið síðan í nótt. Síðast sást til mannsins í teiti á Grímsstöðum á fjöllum í nótt en síðan hefur ekkert til hans spurst. Að sögn lögreglunnar á Húsavík fóru þrjár björgunarsveitir ásamt hundasveit á staðinn og ættu að ná þangað næsta klukkutímann.

Samningar vegna sambýla nást væntanlega í kvöld

Reikna má með að samningar takist í kjaraviðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra í kvöld. Samningsaðilar hafa fundað um helgina með góðum árangri, en um er að ræað launahækkanir fyrir starfsmenn á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða innan svæðisskrifstofanna, á Skálatúni og hjá Styrktarfélagi vangefinna.

Samfylkingin bætir við sig fylgi í Hafnarfirði

Samfylkingin bætir við sig sjöunda manni í bæjarstjórn Hafnarfjarðar samkvæmt nýrri könnun Gallups á fylgi flokka í bæjarfélaginu. Greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Ók niður ljósastaur og flýði af vettvangi

Lögreglan í Reykjavík hafði í nótt upp á ökumanni sem ekið hafði á ljósastaur á Kleppsvegi og stungið af. Maðurinn ók jeppa á staurinn með þeim afleiðingum að hann lagðist á hliðina og flýði svo af vettvangi á bílnum. Hann náðist hin svegar í Ártúnsbrekkunni og var færður á lögreglustöð ásamt farþega þar sem þeir gistu fangageymslur.

Sjá næstu 50 fréttir