Innlent

Tveir í gæsluvarðhald vegna árásar

Heiðmörk
Heiðmörk MYND/Þorvaldur Ö. Kristmundsson

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí vegna gruns um frelsissviptingu og alvarlega líkamárás í Heiðmörk um helgina. Dómarinn frestaði úrskurði um gæsluvarðhald yfir þriðja manninum til kl. 11 í dag.

Mennirnir, sem höfðu farið huldu höfði eftir atburðinn, gáfu sig fram hvor í sínu lagi í gær, en þeir eru allir innan við tvítugt og hafa allir komið við sögu lögreglu áður, meðal annars fyrir ofbeldisverk.

Fórnarlambið liggur enn á sjúkrahúsi, eftir að hafa hlotið innvortis blæðingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×