Innlent

Umferðarstofa til fyrirmyndar

Umferðarstofu var í dag veitt viðurkenning fyrir að vera fyrirmyndar ríkisstofnun ársins 2006.

Tilgangur þessara verðlauna er að hvetja stofnannir til dáða í að bæta þjónustu, hagkvæmni, skilvirkni og árangur í ríkisrekstri.

Leitin að fyrirmyndarfyrirtækinu fór þannig fram að Fjármálaráðherra skipaði nefnd til að velja fyrirmyndarstofnunina í janúar á þessu ári. Nefndinni bárust greinargerðar frá tólf stofnunum og voru þær metnar útfrá því hve skýr stefnumótun, framtíðarsýn og markaðssetning þeirra var, auk fleiri þátta.



Það var Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra sem veitti Karli Ragnars forstjóra stofnunarinnar verðlaunin. Þau kallast Vegvísinn og var það Jón Snorri Sigurðsson gullsmiður sem hannaði þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×