Innlent

Fljúga til sex nýrra áfangastaða

Iceland Express opnaði i gær áætlunarferðir til sex nýrra áfangastaða í Evrópu. Félagið er að skoða fleiri áfangastaði og einnig innanlandsflug á Íslandi.

Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og segir Birgir Jónsson framkvæmdastjóri að fleiri áfangastaðir séu á teikniborðinu, bæði innan Evrópu og vestur um haf. "Þetta hlýtur að vera einsdæmi í Íslandssögunni," segir hann um það að sex nýir áfangastaðir hafi bæst við sama daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×