Innlent

Dregið úr umfangi leitarinnar

Byrjað er að kalla þá björgunarsveitarmenn heim sem hafa leitað að Pétri Þorvarðarsyni sem hvarf á Grímsstöðum á Fjöllum aðfaranótt laugardags. Mikill fjöldi björgunarsveitarmanna hefur verið við leit en nú verður dregið verulega úr umfangi leitarinnar.

Björgunarsveitarmenn að austan leita á ákveðnum stöðum næstu daga en stór leit hefur verið skipulögð um helgina ef ekkert hefur orðið vart við Pétur fyrir þann tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×