Innlent

Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun

dæmdi í dag karlmann til sæta 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun.
dæmdi í dag karlmann til sæta 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun.

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot með því að hafa í júní í fyrra haft samræði við konu sem ekki gat spornað gegn verknaðinum vegna svefndrunga og ölvunar. Þá er hann dæmdur til að greiða konunni 500 þúsund krónur í miskabætur sem og sakar- málskostnað upp á tæpar 7 hundruð þúsund krónur.



Tildrög málsins eru þau að lögregla var kölluð til sunnudaginn 12. júní 2005 af vegna tilkynningar um kynferðisafbrot. Maðurinn sem kallaði lögreglu til greindi frá því að vinkona hans hefði hringt og tjáð honum að henni hafi verið nauðgað. Hann hafi svo farið á staðinn og þar hafi hún sagt honum frá því að hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að hafa við hana endaþarmsmök.



Fórnarlambið nafngreindi manninn og sagði að hann byggi á efri hæð hússins. Í skýrslu segir að útihurð hafi verið læst, lögreglan hafi þá barið að dyrum og eftir nokkra bið hafi aðili komið til dyra og greint lögregluþjónum að sá ákærði hefði skorið sig í hönd. Samstundis var óskað eftir sjúkrabíl og fóru lögreglumenn upp á efri hæðina til að huga að manninum, sem hafði skorið sig á innanverðan úlnlið vinstri handar. Í ljós kom þó sár hins ákærða voru svo grunn að hann þurfti ekki á læknisaðstoð að halda.



Fram kom að konan og sá ákærði voru bæði stödd í samkvæmi í atvinnuhúsnæði. Konan greindi frá því að hún hefði orðið mjög ölvuð í samkvæminu og lagst til hvíldar í sófa á skrifstofu um klukkan átta um morguninn. Ákærði bjó tímabundið í húsnæðinu og segist hann hafa reynt að vekja hana en án árangurs. Hann hafi þá borið hana inn í herbergi sitt en þar hafi hún heldur ekki rankað við sér og hafi hann því farið ásamt gestum í veislunni og fengið sér hádegisverð. Ákærði kom aftur einni til tveimur klukkustundum síðar og segir hann þá að konan hafi vaknað og samþykkt að hafa samfarir.



Þessu neitaði konan. Framburður hennar þótti skýr og trúverðugur í alla staði frá upphafi rannsókarinnar. Lýsing vitna á ástandi hennar stuttu eftir atvikið og vitnisburður læknis á neyðarmóttöku þóttu renna frekari stoðum undir frásögn hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×