Innlent

Aldrei fleiri leikskólakennarar útskrifaðir

85 manns munu útskrifast sem leikskólakennarar frá Kennaraháskóla Íslands í júní. Þetta er stærsti árgangur leikskólakennara til þessa en svo virðist sem kjaradeila leikskólakennara hafi lítil áhrif á ásóknina í námið.

Líkt og áður eru konur yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem útskrifast sem leikskólakennarar en í ár útskrifast eingöngu tveir karlmenn. Nemarnir hafa lokið náminu í fjarnámi og staðnámi en námið tekur þrjú ár í staðnámi en fjögur í fjarnámi. Hrönn Pálmadóttir, lektor og forstöðumaður leikskólabrautar segir að ásókn í námið sé sveiflukennt. Í haust losna kjarasamningar við leikskólakennara og Hrönn segist vongóð með að nýjir samningar muni auka enn frekar ásókn í námið.

Hrönn segir að kannanir hafi bent til að frekar mikill stöðugleiki sé á vinnumarkaði meðal leikskólakennara, sem langfelstir fá auðveldlega starf í samræmi við menntun sína að útskrift lokinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×