Innlent

Alræmds plastblómasala leitað

Lögregla á Suðvesturlandi leitar nú að alræmdum plastblómasala af erlendu bergi brotinn, eftir að hann steig á vítalínuna í gær með því að stela fimm þúsund krónum frá konu, sem býr á sambýli aldraðra í Keflavík.

Hún hafði hleypt honum inn og var að leita að peningum til blómakaupa, þegar hann sá veski hennar og náði úr því peningunum og hvarf á braut.

Maðurinn, sem talar hrafl í íslensku og ensku, er grunaður um að hafa leikið þennan leik víða suðvestanlands upp á síðkastið, meðal annars á Akranesi og í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×