Innlent

Segir ríkið stærsta lífeyrisþegann

Húsfyllir var í Háskólabíói þegar Þjóðfundur um þjóðarátak í málum aldraðra var haldinn. Á fundinn höfðu fulltrúar allrar stjórnmálaflokka verið boðaðir og vakti athygli að allir nema Steingrímur J. Sigfússon virtust sammála um að það bæri að flytja málefni eldri borgara Íslendinga frá ríki til sveitarfélaga.

Af þeim fjölda sem mætti til fundarins er greinilegt að mikill áhugi á því kjör eldri borgara á Íslandi verði bætt. Stefán Ólafsson prófessor steig fyrstur í pontu á fundinum og var hann ómyrkur í máli þegar hann kynnti útreikninga sína á stöðu eldra fólks í því góðæri sem ríkt hefur hér á landi.

Sagði hann að frá árinu 1994-2004 hefði skattlagning þróast í þá átt að því eldra sem fólk væri. Íslendingar hefðu stóraukið skattbyrði eldri borgara síðastliðinn áratug á meðan aðrar þjóðir, jafn vel þær fátækari, hefðu veitt öldruðum sérstök skattafríðindi. Þrátt fyrir það sagði Stefán að lífeyrissjóðakerfi Íslendinga væri gott. Ástæðan fyrir slæmri útkomu þeirra væri aftur á móti sú að "ríkið væri stærsti lífeyrisþeginn," eins og hann kallaði það. Orðum sínum til stuðnings benti hann á að árið 2004 hefði meðaltekjur úr lífeyrissjóðum verið 58.000 krónur, helmingur lífeyrisþeganna hefði þó aðeins fengið 35.000 krónur útgreiddar á mánuði. Af þessum tekjum hefði ríkið tekið 70% hlut í skerðingar og skatta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×