Innlent

Tveir árásarmannanna í gæsluvarðhaldi

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Kópavogi vegna gruns um að hafa tekið þátt í líkamsárás ásamt einum til viðbótar á laugardagskvöldið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi er búist við því að þriðji maðurinn gefi sig fram nú um tvö leytið.

Allir mennirnir eru innan við tvítug og hafa áður komið við sögu lögreglunnar. Ungu mennirnir þrír eru grunaðir um að hafa numið mann á brott af heimili hans í Garðabæ á laugardagskvöldið og misþyrmt honum uppi í Heiðmörk.

Sá sem fyrir árásinni varð, liggur á sjúkrahúsi og mun ekki enn vera úr allri lífshættu. Lögreglan mun að öllum líkindum krefjast gæsluvarðhalds yfir mönnunum seinna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×