Innlent

Segist iðrast gjörða sinna

Eyþór Arnalds
Eyþór Arnalds Mynd/E.Ól

Eyþór Arnalds segir áhugann á stjórnmálum sinn óbreyttann en framtíðin muni skera út um pólistískan frama hans. Hann segist iðrast gjörða sinna sem hann segir óafsakanlegar.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, hefur ákveðið að draga sig í hlé þar til hann hefur tekið út refsingu sína fyrir ölvunarakstur aðfaranótt sunnudags. Í viðtalið við Ísland í dag í gær sagði Eyþór að hann hefði fullan áhuga á að taka sæti í bæjarstjórn þegar þar að kemur. Hann segir áhuga sinn fyrir stjórnmálum óbreyttan. Eyþór sagðist jafnframt iðrast gjörða sinna og er búinn að mæla sér mót við meðferðarráðgjafa í dag. Hann vonar að mistök hans verði öðrum víti til varnaðar.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokkurinn í Árborg fundaði með flokksmönnum sínum í gær. Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segir að farið hafi verið yfir stöðu mála á fundinum. Hann segir að mikil ánægja hefði verið með fundinn og fólk væri sátt við þá niðurstöðu sem forsvarsmenn flokksins höfðu tekið. Ólafur segir að mikil baráttugleði einkenni hópinn sem ætlar að halda ótrauður áfram í kosningabaráttunni. Þórunn Jóna Hauksdóttir, sem áður var í öðru sæti mun leiða listann í sveitastjórnarkosningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×