Innlent

Aðalskipulag Seltjarnarness staðfest

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra staðfesti og undirritaði nýtt aðalskipulag Seltjarnarness í dag. Með staðfestingunni er lokið viðamiklu skipulagsferli, sem hófst árið 2002, lokið.



Greint var frá því að Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri Seltjarnarnes hefði fagnað þessum tímamótum og sagt að þó gerð skipulagsins hefði tekið þó nokkuð langan tíma stæði upp úr að góður samhljómur hefði skapast í bæjarstjórn og skipulags- og mannvirkjanefndum um aðalskipulagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×