Innlent

Rúmlega þúsund söfnuðust við Stóriðjulausum Vestfjörðum

Um það bil ellefu hundrað undirskriftir söfnuðust við stuðningsyfirlýsingu um stóriðjulausa Vestfirði á sýningunni Perlan Vestfirðir, sem haldin var fyrstu helgi þessa mánaðar.

Í fréttatilkynningu segir að nokkur af helstu náttúruverndarsamtökum Íslands auk einstaklinga hafi staðið að yfirlýsingunni. Í henni er hvatt til þess að atvinnustefna Vestfjarða byggi á sjálfbærri þróun, nýsköpun, þekkingu og sögulegri hefði í sátt við náttúrunna, með því verði vestfirsk byggðarlög og atvinnulíf þeirra efld til langframa.

Þeir sem standa að yfirlýsingunni segjast vona að sú sérstaða sem vestfirðir vilja skapa sér með þessu verði öðrum landshlutum til eftirbreytni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×