Innlent

Leit stendur enn

Leit stendur enn að Pétri Þorvarðarsyni, sem fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöllum aðfaranótt sunnudags.

Þegar létti til síðdegis í gær hófu þyrlur frá Varnarliðinu og danska varðskipinu Triton leit úr lofti og 140 björgunarmenn leituðu á jörðu niðri í alla nótt.

Óþreyttir leitarmenn hafa leyst þá af í morgun og áhöfn dönsku þyrlunnar er að hvíla sig. Varnarliðsþyrlur koma hugsanlega til leitar síðar í dag. 

Búið er að leita vandlega á 500 ferkílómetra landsvæði án þess að nokkur vísbending hafi fundist um ferðir Péturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×