Innlent

Treyja Ronaldinhos seldist á rúmlega milljón

Kaupandinn, Bjørn-Vegard Løvik, í miðið
/MYND Glitnir

Rúmlega ein milljón króna safnaðist í uppboði á treyju Ronaldinhos, fótboltakappa í Barcelona, á vegum Glitnis. Uppboðið var til styrktar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og fór fram á sjávarútvegssýningunni í Brussel.

Boðin var upp Barcelóna-treyja brasilíska leikmannsins Ronaldinhos auk tveggja miða á úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu sem fram fer í París á morgun. Hæsta boð átti forstjóri laxeldisfyrirtækis í Noregi, 5.500 evrur, en forsvarsmenn Glitnis bættu sömu upphæð við. Féð rennur til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Kaupandinn hyggst þó ekki njóta miðanna og treyjunnar sjálfur heldur selja hvort tveggja aftur og gefa andvirðið til krabbameinssjúkra barna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×