Innlent

Deilt um hugmyndir um gjaldskyldu

Samfylkingin boðar gjaldskyldu fyrir bílastæði við leik- og grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla í Reykjavík á næsta kjörtímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins og sagt að þessar hugmyndir séu komnar í framkvæmdaáætlun um samgöngustefnu. Í fréttatilkynningunni var því einnig lýst yfir að Sjálfstæðismenn séu algerlega andvígir slíkri gjaldtöku.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir hugmyndina um gjaldtöku hafa komið upp eins og svo margar aðrar. Hún segir þó fráleitt að túlka hana á þann veg að hana eigi að samþykkja innan skamms og hvað þá að hún hafi nú þegar verið samþykkt. Steinunn sagði fjölda annarra tillaga á borðum þeirra sem fari með samgöngumál borgarinnar, svo sem endurbætur á ferðum strætisvagna. Allar hugmyndir væru kannaðar á gagnrýnin hátt. Þær sem tengdust gjaldtöku við vinnustaði væru ekki ofar en margar tillögur um bættar samgöngur heldur aðeins til athugunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×