Innlent

Eldur í sumarbústað

Sumarbústaður við Hreðavatn, skammt frá Bifröst, stórskemmdist í eldi seint í gærkvöldi. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp en fólk í nálægum bústöðum sá hann og hélt honum í skefjum með handslökkvitækjum og með því að ausa vatni úr Hreðarvatni á eldinn, þar til slökkviliðið í Borgarnesi kom á vettvang og slökkti eldinn.

Þá var veröndin að mestu brunnin og tvær hliðar stór skemmdar auk þess sem eldurinn hafði náð í þakið. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×