Innlent

KEA úthlutar 5 milljónum króna úr Háskólasjóði

Á aðalfundi KEA þann 6. maí síðastliðinn var tilkynnt um úthlutun úr Háskólasjóði KEA árið 2006. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, afhenti styrkina við formlega athöfn í húsnæði Háskólans á Borgum í dag kl. 11:00.

Samstarfsyfirlýsing KEA og Háskólans um styrktarverkefni var undirrituð þann 31. október 2002 og hefur frá þeim tíma verið úthlutað árlega úr sjóðnum. Almennt er horft til verkefna sem eru viðbót við samþykkta starfsemi HA og/eða samstarfsstofnana, verkefna sem fela í sér aukin eða útvíkkuð tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn eða verkefni sem eru til þess fallin að efla byggð og tengingu við atvinnulíf, menningu eða náttúrufar félagssvæðisins.

 

Að þessu sinni koma 5 milljónir til úthlutunar en 22 umsóknir bárust sjóðnum, samtals að upphæð 20,2 m.kr.



Eftirtalin verkefni fá styrk úr Háskólasjóði KEA árið 2006:

Fjarnám til framtíðar - Netháskóli.

Umsjónarmaður: Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, RHA.

Úthlutun: 500.000 kr.

Sérskipulagt námskeið í auðlindafræðum fyrir erlenda nemendur.

Umsjónarmaður: Hjörleifur Einarsson, Auðlindadeild.

Úthlutun: 500.000 kr.

Rannsóknir á fjölda og atferli nytjafiska í Eyjafirði.

Umsjónarmaður: Hreiðar Þór Valtýsson, Auðlindadeild.

Úthlutun: 1.000.000 kr.

Fóður úr vetni.

Umsjónarmaður: Jóhann Örlygsson, Auðlindadeild.

Úthlutun: 500.000 kr.

Vestnordens historie (VNH).

Umsjónarmaður: Jón Þ. Þór, Auðlindadeild.

Úthlutun: 500.000 kr.

Rannsóknir á ónæmissvörun lúðulirfa.

Umsjónarmaður: Rannveig Björnsdóttir, Auðlindadeild.

Úthlutun: 500.000 kr.

Providing virtualized services within the hybrid Grid infrastructure to run large scale simulations.

Umsjónarmaður: Syed Murtaza, Upplýsingatæknideild.

Úthlutun: 500.000 kr.

Nám í orkufræðum við Háskólann á Akureyri.

Umsjónarmaður: Þórleifur Stefán Björnsson, Rannsókna- og alþjóðasvið.

Úthlutun: 500.000 kr.

Ráðstefnurit vegna ráðstefnu NSN á Akureyri, 22.-25. sept. 2005.

Umsjónarmaður: Ögmundur Knútsson, RHA.

Úthlutun: 500.000 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×