Fleiri fréttir

Enginn ágreiningur milli ASÍ og SA um lög fyrir starfsmannaleigur

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir það miður að nefnd um starfsemi starfsmannaleiga hafi starfað í rúmt ár án niðurstöðu. Hann hafnar því þó að ágreiningur sé milli ASÍ og Samtaka Atvinnulífs í nefndinni. Félagsmálaráðherra hefur lofað lögum fyrir jól.

Halldór segir málið alþjóðamál

Íslenskum stjórnvöldum hafa enn engin svör borist frá bandarískum stjörnvöldum vegna fangaflugsins svokallaða. Halldór Ásgrímsson segir aldrei spurt um farþega í vélum sem hér fari um í borgaralegu flugi. Aðalatriðið nú sé hvort ólögleg fangelsi finnist í Evrópu.

Ágreingingur ekki ástæða tafa

Grétar Þorsteinsson formaður ASÍ segir það miður að nefnd um starfsemi starfsmannaleiga hafi starfað í rúmt ár án niðurstöðu. Hann hafnar því þó að ágreiningur sé milli ASÍ og Samtaka Atvinnulífs í nefndinni. Félagsmálaráðherra hefur lofað lögum fyrir jól.

Ekki dulbúin einkavæðing

Halldór Ásgrímsson segir að ekki standi til að selja Ríkisútvarpið. Hann vísar fullyrðingum Kristins H Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, þess efnis að boðuð formbreyting á rekstri RÚV sé dulbúin einkavæðing alfarið á bug.

Ágreiningur um tekjutengingu

Talsmenn stéttarfélaganna gengu bjartsýnni af fundi með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í gær. Þó ekkert virðist enn í hendi í viðræðum um hugsanlega uppsögn kjarasamninga virðist nokkuð hafa þokast. Formaður ASÍ vonast til að Samtök Atvinnulífs samþykki tekjutengingu atvinnuleysisbóta.

Ekki stendur til að selja RÚV

Halldór Ásgrímsson segir að ekki standi til að selja Ríkisútvarpið þótt nú sé verið að endurskoða rekstrarform stofnunarinnar í tengslum við ný lög um RÚV. Hann vísar fullyrðingum Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, þess efnis að boðuð formbreyting á rekstri RÚV sé dulbúin einkavæðing alfarið á bug.

Tvíbrotnaði á fæti í árekstri

Ung kona tvíbrotnaði á fæti þegar bíll hennar rann í veg fyrir rútubíl á þjóðveginum skammt frá Stykkishólmi í gær, þannig að bílarnir skullu harkalega saman. Hún var fyrst flutt á sjukrahúsið í Stykkishólmi og þaðan með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landsspítalann þar sem gert var að sárum hennar.

Vændishringur upprættur í Danmörku

Ellefu karlmenn voru handteknir í Danmörku og Lettlandi í gær í umfangsmiklum aðgerðum dönsku og lettnesku lögreglunnar gegn mansali og vændi. Aðgerðin er stærsta aðgerð og samvinna embættanna til þessa við að uppræta stóran glæpahring.

Tekjur sjómanna á ísfisktogurum minnka um fjórðung

Tekjur sjómanna á meðal ísfisktogurum hafa lækkað um 25 prósent á síðustu tveimur árum og eru nú orðnar svipaðar og þær voru fyrir sex árum. Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, segir þetta í viðtali við Morgunblaðið og að nú sé orðið erfitt að manna sum fiskiskip.

Aðgerðaáætlun vegna álvers í Helguvík staðfest

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Norðuráls og Fjárfestingastofunnar hafa staðfest sameiginlega aðgerðaáætlun um hugsanlega byggingu álvers í nágrenni Helguvíkur. Aðgerðaáætlunin tekur meðal annars til samstarfs þessara aðila um undirbúningsvinnu varðandi útfærslu á staðsetningu álversins, orkuöflun, umhverfisskilyrði og þá fjölmörgu skipulagslegu þætti sem lúta að verkefninu.

Nýr skóli í Reykjanesbæ

Akurskóli, nýr grunnskóli í nýju Tjarnahverfi í Reykjanesbæ verður vígður formlega klukkan sex í dag. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun nú í haust. Allt að 1500 nýir íbúar eru í þann mund að flytja inn í hverfið.

Ekki lengur fórnarlamb, heldur sigurvegari

Ekkert gerist án ástæðu segir heimildamyndgerðakonan Angela Shelton sem stödd er hér á landi um þessar mundir til að kynna heimildamynd sína, Leitin af Angelu Shelton. Angela hafði upp á 40 nöfnum sínum í Bandaríkjunum og komst að því að 24 þeirra hefðu verið misnotaðar kynferðislega, þeim hafði verið nauðgað eða þær beittar ofbeldi.

400 milljóna rekstrafgangur

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir tæplega 400 milljóna króna rekstrarafgangi en áætlunin var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir vöxt og grósku hafa sett mark á bæjarbraginn á Akureyri undanfarin ár og svo verði áfram.

Lögbann tekið fyrir á morgun

Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum sem hún átti hlut að verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.

Milljarður með viðhaldi

Heilsuverndarstöðin í Reykjavík fór á sölu á almennum markaði um síðustu helgi. Samkvæmt heimildum blaðsins var framkvæmt verðmat á eigninni fyrr á árinu þar sem húsið var metið á yfir sjö hundruð milljónir króna.

Ísland eyðir miklu í heilbrigðismál

Útgjöld Íslands til heilbrigðismála eru sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru talsvert hærri hér á landi en að meðaltali í löndum OECD. Þetta kemur fram í skýrslu sem OECD kynnti í gær og miðar við árið 2003.

Áætlun um byggingu álvers í Helguvík

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Norðuráls og Fjárfestingastofunnar hafa staðfest sameiginlega aðgerðaáætlun um hugsanlega byggingu álvers í nágrenni Helguvíkur.

Fjórir af hverjum tíu halda framhjá

Fjórir af hverjum tíu Íslendingum hafa stundað framhjáhald. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri Durex kynlífskönnun. Könnunin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum en yfir þrjúhundruð og sautján þúsund manns frá fjörtíu og einu landi tóku þátt í könnunnni.

Kostnaðarsamar kosningar

Kostnaður vegna sameiningakosninga í ár nemur nærri hundrað og þrjátíu milljónum króna. Þrátt fyrir fjárútlátin var árangurinn magur: í aðeins einu tilfelli var sameiningin samþykkt.

Gengur af bekkjakerfinu dauðu

Forseti Alþingis tók við undirskriftum á annað hundrað reiðra framhaldskólakennara á Austurvelli í dag. Stytting á námi til stúdentsprófs gengur af bekkjarkerfinu dauðu segja kennarar.

Vill nýtt umhverfismat

Umhverfisstofnun hefur gefið Alcan starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 460 þúsund tonnum af áli á ári. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði spyr hvort ekki þurfi nýtt umhverfismat þar sem Umhverfisstofnun setur önnur skilyrði en finna má í því umhverfismati, sem þegar hefur farið fram.

Kom ekkert út úr fundi ASÍ með ráðherrum

Það kom ekkert út úr fundi leiðtoga ASÍ með forsætis- og utanríkisráðherra í dag: Engar tillögur, engin úrræði. Fundarmenn voru þó ánægðir með „jákvæðan fund", eins og það var orðað.

Ístak hf. ræður til sín starfsmenn á vegum 2B

Þeir 14 Pólverja sem störfuðu án atvinnuleyfa á Grundartanga á vegum starfsmannaleigunnar 2B hafa nú verið ráðnir til Ístaks hf. Ístak hf. sótti um atvinnuleyfin fyrir Pólverjana en atvinnuleyfin voru samþykkt af Vinnumálastofnun í dag.

Óttast fjöldauppsagnir í rækjuiðnaði

Ef ekkert verður að gert er hætt við að aðeins tvær til fjórar rækjuverksmiðjur verði enn starfandi eftir næstu áramót sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Rækjuverksmiðjur voru tuttugu og tvær þegar þær voru flestar.

Tugir kennara mótmæltu við þinghúsið

Tugir framhaldsskólakennara söfnuðust saman fyrir utan Alþingishúsið skömmu áður en þingfundur hófst í dag, til að mótmæla áformum um stytta nám til framhaldsskólaprófs úr fjórum árum í þrjú.

Kannar hvort fækka eigi vistmönnum

Kanna á hvort fækka eigi vistmönnum á Sólvangi í fimmtíu og fimm til sextíu á næstu vikum svo draga megi úr þrengslum þar sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um dvalarheimili aldraðra á Alþingi í dag.

Samkomulag virðist í höfn

Svo virðist sem Háskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hafi náð samkomulagi um lengri opnunartíma safnsins í vetur. Samkomulagið verður lagt fyrir Háskólaráð á fimmtudag sem þarf að staðfesta það.

Þyrla sótti konu eftir umferðarslys á Snæfellsnesi

Ung kona var flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir að fólksbíll sem hún var í og rúta rákust saman við afleggjarann að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi um hádegisbil í dag. Konan var ein í bíl sínum en tvennt var í rútunni og sluppu báðir með minniháttar meiðsl.

Jarðvélar breikka Reykjanesbraut

Fyrirtækið Jarðvélar ehf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í tvöföldun Reykjanesbrautar en tilboð í verkið voru opnuð í dag. Tilboð Jarðvéla hljóðar upp á tæpa 1,2 milljarða eða rúm 75% af áætluðum kostnaði við verkið.

Kostnaður vegna sameiningarkosninga ekki undir 140 milljónum

Kostnaður vegna sameiningarkosninganna sveitarfélaga í byrjun október var ekki undir 140 milljónum eftir því sem fram kemur í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirpurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Bilanir á Farice sæstrengnum óviðunandi

Farice sæsrengurinn hefur bilað fimm sinnum frá því þrítugasta júní ári og það hefur valdið töluverðum truflunum á netsambandi við útlönd. Í gær rofnaði sambandið og tók viðgerðin tíu klukkustundir.

Stefán Jóhann sækist eftir 3. sæti hjá Samfylkingunni

Stefán Jóhann Stefánsson, sem verið hefur í borgarstjórnarflokki Reykjavíkurlistans á yfirstandandi kjörtímabili, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga, en prófkjörið fer fram í febrúar.

Sjálfkjörið á Akranesi

Sjálfkjörið er í stjórn Verkalýðsfélags Akraness til næstu tveggja ára. Einungis einn framboðslisti barst fyrir kosningu til stjórnar og trúnaðarráðs og telst hann því sjálfkjörinn.

Sættir í sjónmáli varðandi Þjóðarbókhlöðu

Svo virðist sem Háskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hafi náð sáttum varðandi lengri opnunartíma í vetur. Háskóli Íslands hefur hingað til fjármagnað lengri opnunartíma safnsins en óvissa hefur ríkt um fjárveitingu í vetur.

Kristrún í stað Ingibjargar Sólrúnar í stjórnarskrárnefnd

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur að ósk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur alþingismanns leyst hana undan störfum í stjórnarskrárnefnd. Í hennar stað hefur forsætisráðherra, að tillögu Samfylkingarinnar, skipað Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing í nefndina.

Mótmæla styttingu á stúdentsprófi

Kennarar við fimm menntaskóla, sem allir kenna eftir bekkjarkerfum, ætla að leggja niður störf í klukkutíma í dag til að mótmæla áformum ríkisins um að stytta nám á framhaldsskólastigi.

Telur þorskstofninn ekki vera að hrynja

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna telur ástæðulaust að óttast að þorskstofninn sé að hrynja því hrygningastofninn hafi ekki verið stærri í tonnum talið en núna, þótt hann sé ekki eins frjósamur og á árum áður. Fram kom á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsráðuneytisins í gær að verulega verði að draga úr þorskveiðum til að byggja upp hrygningarstofninn.

Ræða við ríkisstjórnina um aðgerðir

Forystumenn Alþýðusambands Íslands ganga á fund helstu ráðherra ríkisstjórnarinnar klukkan þrjú í dag til að ræða hvaða aðgerða ríkið geti gripið til svo ekki þurfi að segja upp kjarasamningum.

Konur betri ökumenn

Heilastarfsemi kvenna gerir þær að betri ökumönnum. Munurinn á heilastarfsemi kynjanna er nú talinn geta útskýrt af hverju konur valda færri slysum í umferðinni en karlar og borga tryggingaiðgjöld í samræmi við það.

ASÍ fundar með ríkisstjórn um kjaramál

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands funda með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í dag eða á morgun en endanleg tímasetning fundarins hefur ekki verið ákveðin. Á fundinum verður farið yfir stöðu mála á vinnumarkaði.

Úthluta lóðum í Krikahverfi í Mosfellsbæ

Verið er að hefja úthlutun á lóðum undir 200 íbúðir í Krikahverfi í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu hverfisins muni nema um 8 milljörðum króna og að það leiði til átta prósenta fólksfjölgunar í Mosfellsbæ.

Línur farnar að skýrast í málum Pólverja

Línur eru farnar að skýrast í málum Pólverjanna 17 sem störfuðu hjá verktakafyrirtækinu Suðurverki á Kárahnjúkum á vegum starfsmannaleigunnar 2B. Fimm þeirra eru farnir úr landi, þrír fengu vinnu í Vogunum, tveir í Kópavogi, tveir í Reykjavík og fimm eru á leið í starfsviðtöl hjá Bechtel á Reyðarfirði í dag.

Ók á spennistöð

Rjúfa varð rafmagn á Stórhöfða í Reykjavík í tuttugu mínútur í morgun eftir að ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni í mikilli hálku og lenti á háspennistöð. Ökumaðurinn slasaðist ekki en spennistöðin færðist til og þurfti að taka rafmagn af henni meðan gert var við skemmdir á spennistöðinni.

Sjá næstu 50 fréttir