Telur þorskstofninn ekki vera að hrynja 8. nóvember 2005 12:15 MYND/Vilhelm Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna telur ástæðulaust að óttast að þorskstofninn sé að hrynja því hrygningastofninn hafi ekki verið stærri í tonnum talið en núna, þótt hann sé ekki eins frjósamur og á árum áður. Fram kom á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsráðuneytisins í gær að verulega verði að draga úr þorskveiðum til að byggja upp hrygningarstofninn. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segist geta fallist á það að of mikið hafi verið veitt af þorski í hálfa öld eða svo en við núverandi aðstæður dygði að líkindum að halda sig við tíu ára gamla aflareglu sérfræðinga sem segir að árlega skuli ekki veiða meira en 25 prósent af veiðistofninum, sem er fjögurra ára þorskur og eldri. Framkvæmdin hafi hinsvegar verið um það bil 30 prósent á ári, bæði vegna ofmats og aflaheimilda fyrir utan kerfið, meðal annars til vissra smábáta. Um það hvort ekki sé rétt að draga úr loðnuveiðum svo þorskurinn hafi nægilegt æti og þurfi ekki að fara að éta undan sér segir Friðrik að erfitt sé að segja um það því loðnan hafi undanfarin misseri haldið sig utan þorskslóðar og því ekki nýst honum til ætis sem skyldi. Þá hafi komið fram á ráðstefnunni í gær að hvalir ætu eina til tvær milljónir tonna af loðnu hér við land á ári, sem væri mun meira en talið hefur verið. Loks hafi rækjustofnarnir umhverfis landið snarminnkað á örfáum árum, en þorskurinn étur líka rækju. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið að skera þorskveiðar umtalsvert niður því þær skila um það bil 40 pósentum af öllu aflaverðmæti landsmanna. Útflutningsverðmæti þorskafurða er að minnstakosti 40 milljarðar króna á ári á núverandi gengi, sem er óvenju óhagstætt, en gjaldeyririnn sem þó fæst fyrir hann, nægði til að kaupa um það bil 20 þúsund nýja fólksbíla til landsins á ári. Fréttir Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna telur ástæðulaust að óttast að þorskstofninn sé að hrynja því hrygningastofninn hafi ekki verið stærri í tonnum talið en núna, þótt hann sé ekki eins frjósamur og á árum áður. Fram kom á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsráðuneytisins í gær að verulega verði að draga úr þorskveiðum til að byggja upp hrygningarstofninn. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segist geta fallist á það að of mikið hafi verið veitt af þorski í hálfa öld eða svo en við núverandi aðstæður dygði að líkindum að halda sig við tíu ára gamla aflareglu sérfræðinga sem segir að árlega skuli ekki veiða meira en 25 prósent af veiðistofninum, sem er fjögurra ára þorskur og eldri. Framkvæmdin hafi hinsvegar verið um það bil 30 prósent á ári, bæði vegna ofmats og aflaheimilda fyrir utan kerfið, meðal annars til vissra smábáta. Um það hvort ekki sé rétt að draga úr loðnuveiðum svo þorskurinn hafi nægilegt æti og þurfi ekki að fara að éta undan sér segir Friðrik að erfitt sé að segja um það því loðnan hafi undanfarin misseri haldið sig utan þorskslóðar og því ekki nýst honum til ætis sem skyldi. Þá hafi komið fram á ráðstefnunni í gær að hvalir ætu eina til tvær milljónir tonna af loðnu hér við land á ári, sem væri mun meira en talið hefur verið. Loks hafi rækjustofnarnir umhverfis landið snarminnkað á örfáum árum, en þorskurinn étur líka rækju. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið að skera þorskveiðar umtalsvert niður því þær skila um það bil 40 pósentum af öllu aflaverðmæti landsmanna. Útflutningsverðmæti þorskafurða er að minnstakosti 40 milljarðar króna á ári á núverandi gengi, sem er óvenju óhagstætt, en gjaldeyririnn sem þó fæst fyrir hann, nægði til að kaupa um það bil 20 þúsund nýja fólksbíla til landsins á ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira