Innlent

Þyrla sótti konu eftir umferðarslys á Snæfellsnesi

MYND/Pjetur

Ung kona var flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir að fólksbíll sem hún var í og rúta rákust saman við afleggjarann að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi um hádegisbil í dag. Konan var ein í bíl sínum en tvennt var í rútunni og sluppu báðir með minniháttar meiðsl. Tækjabíll slökkviliðsins á Stykkishólmi var kallaður á vettvang því beita þurfti klippum til að ná konunni úr bifreiðinni sem er gjörónýt. Þá var rútan óökufær eftir áreksturinn. Hálka var á slysstaðnum og telur lögregla að orsök árekstursins megi rekja til færðarinnar en bifreiðarnar komu úr gangstæðum áttum. Að sögn læknis á slysadeild er konan með beinbrot og töluvert marin og verður að líkindum lögð inn til frekari aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×