Innlent

Ágreingingur ekki ástæða tafa

Grétar Þorsteinsson formaður ASÍ segir það miður að nefnd um starfsemi starfsmannaleiga hafi starfað í rúmt ár án niðurstöðu. Hann hafnar því þó að ágreiningur sé milli ASÍ og Samtaka Atvinnulífs í nefndinni. Félagsmálaráðherra hefur lofað lögum fyrir jól.

Árni Magnússon félagsmálaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að lög um starfsemi starfsmannaleiga væru vænatanlega fyrir jól. Fyrir um einu og hálfu ári skipaði Árni hins vegar nefnd í kjölfar umræðna á alþingi um aðbúnað og kjör erlendra verkamanna á Kárahnjúkum sem skoða átti mögulega lagasetningu.

Í henni sitja auk fulltrúa ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins, fulltrúi félagsmálaráðherra. Sú nefnd hefur enn ekki skilað niðurstöðu né hafa forystumenn Alþýðusambandsins séð tillögur hennar. Grétar Þorsteinsson formaður ASÍ kveðst ekki geta skýrt hvers vegna nefndin hafi ekki skilað niðurstöðu fyrr enda hafi vandræði tengd starfsmannaleigum tekið drjúgan tíma hjá ASÍ og aðildarfélaga nú í nokkur ár. Grétar segir það alrangt að deilur um lagasetninguna milli SA og ASÍ sé ástæða þess að nefndin hefur ekki skilað niðurstöðu. Spurður að því hvort fulltrúi félagsmálaráðuneytis væri þá um að kenna, sagði Grétar ráðherra verða að svara því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×