Innlent

Vændishringur upprættur í Danmörku

Úr myndinni Lilja forever
Úr myndinni Lilja forever

Ellefu karlmenn voru handteknir í Danmörku og Lettlandi í gær í umfangsmiklum aðgerðum dönsku og lettnesku lögreglunnar gegn mansali og vændi. Aðgerðin er stærsta aðgerð og samvinna embættanna til þessa við að uppræta stóran glæpahring.

Vændishringurinn hefur flutt inn konur frá Eystrasaltslöndunum og þvingað þær til vændis. Átta voru handteknir í Danmörku og þar á meðal höfuðpaurinn sem er vel yfir sextugu og einnig tók danska lögreglan sex lettneskar konur í sína vörslu. Málið er enn í rannsókn en danska lögreglan segir líklegt að tekist hafi að uppræta vændishringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×