Innlent

Samkomulag virðist í höfn

MYND/Vísir

Svo virðist sem Háskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hafi náð samkomulagi um lengri opnunartíma safnsins í vetur. Samkomulagið verður lagt fyrir Háskólaráð á fimmtudag sem þarf að staðfesta það. Háskóli Íslands hefur hingað til fjármagnað lengri opnunartíma safnsins eftir klukkan fimm og um helgar en óvissa hefur ríkt um fjárveitingu í vetur. Háskólastúdentar hafa lagt mikla áherslu á að hafa safnið opið utan venjulegs afgreiðslutíma. Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs safnsins, var ánægð með niðurstöður viðræðnanna. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir engan ágreining um nauðsyn lengri opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar. Hún segir báða aðila geta verið ánægða með niðurstöðuna. Samkomulagið verður borið undir Háskólaráð á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×