Innlent

Kostnaður vegna sameiningarkosninga ekki undir 140 milljónum

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Kostnaður vegna sameiningarkosninganna sveitarfélaga í byrjun október var ekki undir 140 milljónum eftir því sem fram kemur í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirpurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Kostnaður skiptist þannig að félagsmálaráðuneytið hefur frá upphafi verkefnisins og fram í miðjan október varið 23,4 milljónum til verkefnisins, en heimildir voru fyrir því að verja 38 milljónum til verkefnisins og hefur allur kostnaður ekki enn komið fram. Kostnaður sveitarfélaganna var hins vegar þó nokkuð meiri en samkvæmt áætlunum nam kostnaður sveitarfélaga og jöfnunarsjóðs ekki undir 110 milljónum króna og er jafnvel gert ráð fyrir því að hann hækki í 130 miljónir. Jöfnunarsjóður greiðir 85% þeirrar upphæðar á móti sveitarfélögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×