Innlent

Bilanir á Farice sæstrengnum óviðunandi

Farice sæsrengurinn hefur bilað fimm sinnum frá því þrítugasta júní ári og það hefur valdið töluverðum truflunum á netsambandi við útlönd. Í gær rofnaði sambandið og tók viðgerðin tíu klukkustundir.

Þegar samband í gegnum Farice rofnar færist öll umferð hans yfir á gamla Cantat strenginn. Hann hefur alls ekki næga bandbreidd til að anna allri þeirri umferð sem landsmenn þurfa á að halda. þar sem þekkingariðnaður hérlendis er í stöðugri sókn þá reiða fyrirtæki sig sífeellt meir á stöðugt netsamband við útlönd. Rofni sambandið er hætta á að tölvupóstur týnist og einnig getur sambandsleysið teppt samskipti íslenskra fyrirtækja við viðskiptavini erlendis.

Friðrik Skúlason hefur nú sent áskorun til sjórnvalda um að ráða sem fyrst bót á þessu vandamáli og hann segir að þetta sé með öllu óviðunandi. Hann segir að stjórnvöld eigi að beita sér fyrir að laga strenginn. Hann segir jafnframt enga töfralausn vera til og bendir á að strengurinn hafi tvisvar farið í sundur ofanjarðar í Skotlandi en aldrei neðansjávar. Hann segir möguleika að leggja annan streng sem væri öruggari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×