Innlent

Úthluta lóðum í Krikahverfi í Mosfellsbæ

Verið er að hefja úthlutun á lóðum undir 200 íbúðir í Krikahverfi í Mosfellsbæ. Gert er ráð fyrir að kostnaður við uppbyggingu hverfisins muni nema um 8 milljörðum króna og að það leiði til átta prósenta fólksfjölgunar í Mosfellsbæ. Hlutfall einbýlis er mjög hátt í hverfinu og virðist mikill áhugi á hverfinu fyrirfram miðað við fjölda fyrirspurna. Hreyfihamlaðir hafa forgang að umsóknum um fjögur einbýlishús í Krikahverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×