Innlent

Sjálfkjörið á Akranesi

Sjálfkjörið er í stjórn Verkalýðsfélags Akraness til næstu tveggja ára. Einungis einn framboðslisti barst fyrir kosningu til stjórnar og trúnaðarráðs og telst hann því sjálfkjörinn.

Vilhjálmur Birgisson verður því áfram formaður og stjórnin félagsins er að mestu óbreytt frá því sem var. Eina breytingin er að Sigurgeir R. Sigurðsson ritari hættir í stjórn en í hans stað kemur Guðmundur Rúnar Davíðsson nýr í stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×