Innlent

Aðgerðaáætlun vegna álvers í Helguvík staðfest

Frá Helguvík.
Frá Helguvík. MYND/Pjetur

Fulltrúar Reykjanesbæjar, Norðuráls og Fjárfestingastofunnar hafa staðfest sameiginlega aðgerðaáætlun um hugsanlega byggingu álvers í nágrenni Helguvíkur. Aðgerðaáætlunin tekur meðal annars til samstarfs þessara aðila um undirbúningsvinnu varðandi útfærslu á staðsetningu álversins, orkuöflun, umhverfisskilyrði og þá fjölmörgu skipulagslegu þætti sem lúta að verkefninu. Miðað er við að í Helguvík rísi 250 þúsund tonna álver sem taki til starfa í fyrsta lagi árið 2010 og í síðasta lagi 2015. Gert er ráð fyrir að undirbúningsvinnu samkvæmt fyrrgreindri áætlun verði lokið eigi síðar en í júlí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×