Fleiri fréttir

Áströlsk skúta í óveðri við Grænland

Áströlsk skúta hreppti óveður úti af vesturströnd Grænlands í gær og komst sjór ofan í hana og í neyðarsendinn sem fór í gang við það. Í kjölfarið var kölluð út þyrla frá Halifax í Kanada og Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, en rétt í sama mund kom í ljós að skipverjar þurftu ekki aðstoð, sem var þá afturkölluð.

Forsetinn situr stjórnarfund

Forseti Íslands situr stjórnarfund í Special Olympis samtökunum, í Washington DC, en fundurinn hófst í gær og lýkur í dag. "Forsetinn mun jafnframt eiga fundi með þingmönnum í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings meðan á dvöl hans í Washington stendur," segir í tilkynningu forsetaembættisins.

Sífellt fleiri sækja um fræðslustyrki

Sjöundi hver félagsmaður í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur sótti um fræðslustyrk fyrstu níu mánuði ársins. Þetta eru alls 3.800 einstaklingar, sem er fimmtíu prósentum meira en á sama tíma á síðasta ári.

Efasemdir þaggaðar niður

Gagnrýnendur kalla afmælisráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar í gær jábræðrasamkomu. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vísar slíku á bug og segir margvísleg sjónarmið fá að blómstra.

Strætó 115 milljónir fram úr áætlunum

Björk Vilhelmsdóttir segir sveitarfélögin ekki vilja borga nægilega fyrir þá þjónustu sem krafist sé af Strætó. Tekjur af farþegum voru 40 milljónum lægri en áætlað var og útgjöld voru 75 milljónum hærri.

Draga verði úr loðnuveiðum til að bjarga þorski

Draga verður verulega úr loðnuveiðum ef einhver árangur á að verða af því að draga stórlega úr þorskveiðum til að byggja þorskstofninn upp, eins og var niðurstaða málþings Hafrannsóknastofnunar í gær.

Eyddi tölvuskeytum og var rekinn

Það getur kostað Dani vinnuna að eyða tölvupóstinum úr vinnutölvunni. Slíkt fékk danskur tölvunarfræðingur sem vann hjá upplýsingarfyrirtæki að reyna í síðustu viku. Hann hafði ráðið sig hjá samkeppnisfyrirtæki og tók sig til og eyddi öllum tölvuskeytum úr tölvunni sinni, bæði persónulegum og vinnutengdum. Fyrirtækið rak hann, stöðvaði launagreiðslur og lögsótti. Hann fór þá í mál og Eystri landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að uppsögnin væri að nokkru leyti ólögmæt þar sem engin skýr lög væru um meðferð tölvuskeyta. Hann fékk launin og einnig bætur en missti þó vinnuna.

Úrskurðar um vald Bandaríkjaforseta

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um hvort bandarískum stjórnvöldum sé stætt á að láta herdómstóla fjalla um mál meintra hryðjuverkamanna al-Kaída.

Hannes fær endurupptöku

"Það var ekki fallist á okkar beiðni um frávísun í héraðs­dómi í gær," segir Sigríður Rut Júlíus­dóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns. Arngrímur Ísberg héraðsdómari hafnaði í gær að vísa frá endurupptökubeiðni Hannesar en Hannes reynir að fá því hnekkt að greiða Jóni tólf milljónir króna vegna meiðyrðadóms í Englandi.

Arnaldur fékk Gullrýtinginn

Arnaldur Indriðason hlaut í dag Gullrýtinginn sem eru ein helstu glæpasagnaverðlaun í Bretlandi, og auk þess ein virtustu sakamálasagnaverðlaun heims. Verðlaunin hlýtur Arnaldur fyrir bók sína Grafarþögn sem kom út árið 2001.

Ákvörðun um lokun Já stendur

Ekki hefur verið rætt um að endurskoða þá ákvörðun að loka útibúi upplýsingaveitunnar Já á Ísafirði, þrátt fyrir hörð viðbrögð margra ráðamanna.

Björgunarbeiðni vegna skútu afturkölluð

Neyðarskeyti frá neyðarsendi um borð í ástralskri skútu barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga kl. 6:47 í morgun. Skútan var staðsett suðvestur af Nassasuaq á Suður Grænlandi og var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar um tíuleitið. Skútan fannst að lokum og björgunarbeiðnin var afturkölluð áður en Sýn, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í loftið.

Pottur brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks

Pottur er víða brotinn þegar kemur að tryggingum íþróttafólks, verði það fyrir meiðslum við æfingar eða keppni. Sum félög og sérsambönd hafa keypt tryggingar fyrir sitt fólk en Ólympíu- og íþróttasambandið segir of dýrt að tryggja alla.

Vill banna auglýsingar í kringum barnatíma

Umboðsmaður barna telur rétt að banna auglýsingar í kringum barnatíma í sjónvarpinu. Fram hafa komið auglýsingar sem hann telur brjóta í bága við lög, og aðrar sem eru á mörkum þess siðlega. Auglýsendum ber samkvæmt lögum að sýna varkárni vegna trúgirni barna.

Gengisfella stúdentsprófið til að spara

Ríkið ætlar að gengisfella stúdentsprófið til að spara krónur og aura, segja framhaldsskólakennarar sem ætla að leggja niður störf í eina kennslustund á morgun.

Ríkið sýknað af skaðabótakröfu

Héraðsdómur neitaði tryggingasvikara um tíu milljóna króna bætur úr ríkissjóði. Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af skaðabótakröfu manns sem var ákærður fyrir tryggingabótasvindl fyrir þrettán árum, en ekki dæmdur þar sem málið fyrntist í meðförum lögreglu og dómstóla.

Frávísunarkrafan felld

Hannes Hólmsteinn Gissurarson á að mati héraðsdóms að fá tækifæri til að sannfæra íslenska dómstóla um að hann þurfi ekki að greiða Jóni Ólafssyni bætur vegna meiðyrðadóms í Englandi.

Vilja friða Þjórsárver

Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að Þjórsárver njóti viðeigandi landverndar og að þau komist á heimsminjaskrá UNESCO. Stjórn Landverndar vill að umhverfisráðherra geri verndun Þjósárvera að forgangsmáli.

Mörður snuprar Stefán Jón

"Þetta gerir maður nú eiginlega ekki, Stefán Jón", segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni og á þar við auglýsingu samflokksmanns síns, Stefáns Jóns Hafstein, í Fréttablaðinu í dag. Mörður vitnar meðal annars í línur í Passíusálmunum þar sem talað er um hræsni.

Könnun Gallup mjög nálægt niðurstöðum prófkjörsins

Vegna umræðu um áreiðanleika kannana fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sendi IMG Gallup frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem segir að niðurstöður könnunar fyrirtækisins á fylgi frambjóðendanna sem sóttust eftir efsta sætinu, hafi verið mjög nálægt úrslitum prófkjörsins.

Enginn fundur ákveðinn

Ekki búið að ákveða hvort eða hvenær fundur verður hjá forsvarsmönnum atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar, en nú er aðeins vika þar til forsendunefnd á að skila niðurstöðum sínum.

Hafa áhyggjur af erfðaefni landnámshænunnar

Eigenda og ræktendafélag landnámshænsna hefur áhyggjur af gömlu erfðaefni landnámshænunnar sem gæti farið forgörðum ef H5N1 fuglaflensusmit berst til landsins. Þar sem landnámshænsnastofninn er smár er hann í mestri hættu, berist smit til landsins.

Skuldabréfaútgáfa rúmir 111 milljarðar

Engir erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum síðan fyrir viku, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Íslandsbanka. En þá gaf Kommunalbanken í Noregi út út þriggja milljarðar skuldabréf til fimm ára.

Frávísunarkröfu Jóns Ólafssonar hafnað

Frávísunarkröfu lögmanns Jóns Ólafssonar kaupsýslumanns, máli hans og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og málinu frestað til 25.nóvember. Lögmaður Hannesar hefur nú frest til þess tíma til að leggja fram greinagerð í málinu.

Kaupmáttur launa í bílum aldrei meiri

Kaupmáttur launa mældur í bifreiðum hefur aldrei verið meiri. Hefur hann aukist um tæplega tíu prósent á einu ári ef miðað er við launavísitöluna annars vegar og bifreiðaverðs í vísitölu neysluverðs hins vegar.

Mestar verðhækkanir í Kópavogi

Fasteignaverð í Garðabænum hækkaði um fimmtán prósent á síðasta ársfjórðungi, meira en á nokkrum öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu.

Enn bilar Farice-strengurinn

Bilun hefur enn einu sinni orðið á Farice-sæstrengnum, að þessu sinni nærri bænum Brora í Norður-Skotlandi. Fram kemur á heimasíðu Farice að viðgerðarmenn séu á leið á vettvang en vegna bilunarinnar verður netsamband við útlönd hægara en venjulega.

Þrjár blokkir byggðar í miðbæ Eskifjarðar

Þrjú fjögurra og fimm hæða fjölbýlishús með samtals rúmlega 50 íbúðum verða byggð í miðbæ Eskifjarðar og hefur verið undirritaður samningur við Edduborgir ehf. um land á þessum stað.

Kostur að kunna pólsku

Það telst nú orðið til kosta íslenskra verkamanna, sem leita sér að vinnu á Mið-Austurlandi, að kunna eitthvað í pólsku og getur sú kunnátta vegið þyngra en vinnuvélaréttindi og meirapróf.

Vantar stefnu um gervifrjóvgun

Norðurlöndin hafa enga sameiginlega stefnu varðandi gervifrjóvgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma sér saman um slíka stefnu. Finnar hafa frjálslyndustu stefnuna því að þeir hafa engin lög. Norðmenn eru hinsvegar með ströngustu lagasetninguna.

Fyrstur að hefja prófkjörsbaráttuna

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi er fyrstur til að hefja prófkjörsbaráttu Samfylkingarinnar í borginni með auglýsingu sem birtist í blöðunum í morgun. Stefán Jón býst við að eyða einni til tveimur milljónum í auglýsingar.

Ætla að tvöfalda íbúafjöldann

Hreppsstjórn Vatnsleysustrandar stefnir að því að tvöfalda íbúafjöldann á næstu fimm árum. Gangi það eftir verða íbúarnir orðnir tvöþúsund við lok þessa áratugar, hátt í þrefalt fleiri en þeir voru um miðbik síðasta áratugar.

Rukka aðkomumenn meira en heimamenn

Sveitarstjórn Húnaþings vestra þarf í dag að svara stjórnsýslukæru vegna þess að aðkomumenn eru rukkaðir um fimm þúsund krónur fyrir leyfi til að fá að stunda rjúpnaveiði en heimamenn um aðeins þrjú þúsund krónur.

Eldur í grilli á skyndibitastað

Betur fór en á horfðist þegar eldur gaus upp í grilli á skyndibitastað við Geirsgötu í Reykjavík í gærkvöld. Starfsfólk kallaði strax á slökkvilið, en beið ekki boðana og náði að kæfa eldinn áður en hann næði útbreiðslu. Þegar slökkviliðið kom á vettvang beið þess að reykræsta staðinn, en eitthvað tjón mun hafa hlotist af reyk. Engan sakaði.

Fasteignaverð hækkaði mest í Garðabæ

Fasteignaverð í Garðabæ hækkaði um fimmtán prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, meira en nokkurs staðar annar staðar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt tölum frá Fasteignamati ríkisins.

Vatnsleysuströnd verður að bæ

Hreppum landsins fækkar um einn á næstunni, verði hreppsstjórn Vatnsleysustrandarhrepps að ósk sinni. Hreppsstjórnin hefur ákveðið að óska eftir því við félagsmálaráðuneytið að Vatnsleysuströnd og Vogar verði hér eftir bær en ekki hreppur.

Íbúar snyrti tré sín

Akureyringar skulu snyrta þau tré sín sem ná út fyrir lóðamörk þeirra eða eiga á hættu að bæjarstarfsmenn geri það og þá á kostnað íbúanna sjálfra.

Byrjaður að auglýsa

Prófkjörsbaráttan er hafin hjá Samfylkingunni í Reykjavík þrátt fyrir að prófkjörið sjálft fari ekki fram fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Jón Hafstein er með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem birtast myndir af 46 einstaklingum sem segjast vilja fá Stefán Jón sem næsta borgarstjóra.

Byggja 50 íbúðir á Eskifirði

Verktakafyrirtækið Edduborgir hefur samið við bæjarstjórn Fjarðabyggðar um að byggja þrjú fjölbýlishús í miðbæ Eskifjarðar. Húsin verða fjögurra og fimm hæða og í þeim verða rúmlega 50 íbúðir sem verða hannaðar með þarfir fólks yfir 50 ára aldri í huga.

Kveiknaði í djúpsteikingarpotti

Slökkvilið Reykjavíkur fékk tilkynningu klukkan 21:13 um að kveiknað hefði í djúpsteikingarpotti á veitingastað við Geirsgötu. Búið er að slökkva eldinn og verið er að reykræsta staðinn. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð að völdum brunans.

Bruggverksmiðja að erlendri fyrirmynd

Hjónin Agnes Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, á Litla Árskógarsandi í Eyjafirði hyggjast reisa bruggverksmiðju í þorpinu í upphafi nýs árs. Í verksmiðjunni verður framleiddur áfengur bjór að erlendri fyrirmynd og stefna þau á 200 lítra ársframleiðslu eftir tvö ár.

6.000 íbúðir byggðar á næstu fimm árum

Varlega áætlað verða 6.000 íbúðir byggðar næstu fimm árin í Reykjavík samkvæmt áætlunum skipulagsyfirvalda. Á næstu mánuðum verða boðnar út lóðir í Úlfarsárdal fyrir um 1.000 íbúðir af öllum stærðum og gerðum, þar sem Þingholtin verða höfð sem fyrirmynd.

Sjá næstu 50 fréttir