Innlent

Ekki lengur fórnarlamb, heldur sigurvegari

Ekkert gerist án ástæðu segir heimildamyndgerðakonan Angela Shelton sem stödd er hér á landi um þessar mundir til að kynna heimildamynd sína, Leitin af Angelu Shelton. Angela hafði upp á 40 nöfnum sínum í Bandaríkjunum og komst að því að 24 þeirra hefðu verið misnotaðar kynferðislega, þeim hafði verið nauðgað eða þær beittar ofbeldi.

Heimildamyndin Leitin af Angelu Shelton var heimsfrumsýnd í Regnboganum í gær. Angela er stödd hér á landi að því tilefni. Angela segir að af þeim fjörtíu konum sem hún talaði við, við gerð heimildamyndarinnar, hefðu 24 þeirra hefðu verið misnotaðar kynferðislega, þeim hafði verið nauðgað eða þær beittar ofbeldi. Sjálf var Angela misnotuð í æsku af föður sínum, stjúpmóður og stjúpbróður. Angelu grunaði aldrei að svo margar nöfnur hennar í Bandaríkjunum hefðu upplifað kynferðisofbeldi eða annað líkamlegt ofbeldi áður en hún hóf gerð heimildamyndar sinnar. Hún segir að gerð myndarinnar hafi á margan hátt hjálpað sér við að vinna úr lífsreynslu sinni en nöfnur hennar séu svo sannarlega sigurvegarar og þær hafi veitt sér margvíslegan innblástur. Angela segir að vinnsla myndarinnar og viðmælendur hennar hafi gert lífsreynslu sína þolanlegri, hún væri ekki lengur fórnarlamb, hún væri sigurvegari.



Angela sendi öllum viðmlendum sínum eintak myndarinnar þegar hún var tilbúin. Fjórar konur til viðbótar höfðu samband við hana og greindu frá reynslu sinni. Það voru því alls 70% viðmælenda hennar sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi eða annars konar líkamlegu ofbeldi af þeim fjörtíu konum sem Angela ræddi við. Angela segir að kynferðislegt ofbeldi sé ekki bundið við ákveðin svæði eða lönd, staðreyndin sé sú að kynferðislegt ofbeldi sé hálfgerður heimsfaraldur. Það sé sama hvert hún komi, flestir þekki einhvern sem hafi orðið fyrir slíku ofbeldi.

Nánar verður rætt við Angelu í Ísland í dag að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×