Óttast fjöldauppsagnir í rækjuiðnaði 8. nóvember 2005 17:45 Ef ekkert verður að gert er hætt við að aðeins tvær til fjórar rækjuverksmiðjur verði enn starfandi eftir næstu áramót sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Rækjuverksmiðjur voru tuttugu og tvær þegar þær voru flestar.Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Seðlabanka Íslands harkalega á Alþingi í dag fyrir vaxta- og gengisstefnu, sem þeir sögðu stefna heilli atvinnugrein í voða. Utandagskráumræður fóru fram um töðu rækjuiðnaðarins í dag. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra jafnframt fyrir aðgerðaleysi. Kristján Möller hóf umræðuna og sagði rækjuiðnaðinn að hruni kominn. Hann sagði ástæðurnar þríþættar. Ein væri algjört hrun í veiðum, önnur væri erlendir ríkisstyrkir en sú þriðja væri heimatilbúin, það væri mikill vandi sem fylgdi háum vöxtum og sterku gengi krónunnar.Kristján og fleiri þingmenn spurðu ráðherra hvers vegna hann hefði ekki úthlutað kvótaheimildum vegna aflabrests líkt og honum væri heimilt samkvæmt lögum. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði að ekki hefði komið til umræðu að veita útgerðum kvóta í öðrum fisktegundum. Hann sagði engar einfaldar lausnir við vandanum í rækjuveiðum og iðnaði. Hann sagðist vilja athuga hvort bregðast mætti við með almennum hætti og kvaðst hafa skipað nefnd til að fara yfir stöðuna.Stjórnarandstæðingar gáfu lítið fyrir þetta svar. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar úr Suðurkjördæmi, sagði svar ráðherrans ekki boðlegt og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að það skyldi þó aldrei verða niðurstaðan að rækjuiðnaðurinn myndi deyja í nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Ef ekkert verður að gert er hætt við að aðeins tvær til fjórar rækjuverksmiðjur verði enn starfandi eftir næstu áramót sagði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Rækjuverksmiðjur voru tuttugu og tvær þegar þær voru flestar.Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Seðlabanka Íslands harkalega á Alþingi í dag fyrir vaxta- og gengisstefnu, sem þeir sögðu stefna heilli atvinnugrein í voða. Utandagskráumræður fóru fram um töðu rækjuiðnaðarins í dag. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra jafnframt fyrir aðgerðaleysi. Kristján Möller hóf umræðuna og sagði rækjuiðnaðinn að hruni kominn. Hann sagði ástæðurnar þríþættar. Ein væri algjört hrun í veiðum, önnur væri erlendir ríkisstyrkir en sú þriðja væri heimatilbúin, það væri mikill vandi sem fylgdi háum vöxtum og sterku gengi krónunnar.Kristján og fleiri þingmenn spurðu ráðherra hvers vegna hann hefði ekki úthlutað kvótaheimildum vegna aflabrests líkt og honum væri heimilt samkvæmt lögum. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði að ekki hefði komið til umræðu að veita útgerðum kvóta í öðrum fisktegundum. Hann sagði engar einfaldar lausnir við vandanum í rækjuveiðum og iðnaði. Hann sagðist vilja athuga hvort bregðast mætti við með almennum hætti og kvaðst hafa skipað nefnd til að fara yfir stöðuna.Stjórnarandstæðingar gáfu lítið fyrir þetta svar. Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingar úr Suðurkjördæmi, sagði svar ráðherrans ekki boðlegt og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagði að það skyldi þó aldrei verða niðurstaðan að rækjuiðnaðurinn myndi deyja í nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira