Innlent

Vill nýtt umhverfismat

Umhverfisstofnun hefur gefið Alcan starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 460 þúsund tonnum af áli á ári. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði spyr hvort ekki þurfi nýtt umhverfismat þar sem Umhverfisstofnun setur önnur skilyrði en finna má í því umhverfismati, sem þegar hefur farið fram.

Staðfest deiliskipulag hefur ekki verið gefið út fyrir svæðið í kringum álverið í Staumsvík en Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir stækkun álversins um 260 þúsund tonn af áli á ári.

Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi Alcan á Íslandi segir þetta ágætis fréttir þó um þrengri skorður sé að ræða. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að keyra starsleyfið til umhverfisráðherra af Alcan og segir Hrannar að nú hafi ólík sjónarmið verið sætt.

Hrannar segist bjartsýnn á að framkvæmdaleyfi fylgi í kjölfar starfsleyfisins. Hann segir búið að afla tæplega helming þeirrar orku sem þarf ef af stækkuninni verður. Hvort takist að afla allrar þeirrar orku sem þarf segir hann vera stæsta óvissuþáttinn.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er ánægður að kröfur um mengun í starfsleyfinu séu stangari en í umhverfismatinu, það sé það sem bærinn hafi viljað. Hann segist velta því fyrir sér hvort þurfi að taka upp umhverfismatið og vinna það að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×