Innlent

Ísland eyðir miklu í heilbrigðismál

Útgjöld Íslands til heilbrigðismála eru sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru talsvert hærri hér á landi en að meðaltali í löndum OECD. Þetta kemur fram í skýrslu sem OECD kynnti í gær og miðar við árið 2003. Íslendingar vörðu 10,5 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála á meðan meðaltalið hjá löndum OECD var 8,8 prósent. Bandaríkin vörðu 15 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála sama ár og tróna á toppi listans. Hlutfall ungbarnadauða var lægst á Íslandi árið sem um ræðir og eins var áfengisneysla Íslendinga með því minnsta sem gerist í ríkjum OECD.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×