Innlent

Sættir í sjónmáli varðandi Þjóðarbókhlöðu

Svo virðist sem Háskóli Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hafi náð sáttum varðandi lengri opnunartíma í vetur. Háskóli Íslands hefur hingað til fjármagnað lengri opnunartíma safnsins en óvissa hefur ríkt um fjárveitingu í vetur.

Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs safnsins, var jákvæð í garð samningaviðræðna sem hafa átt sér stað að undanförnu. Þá tekur Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, fram að það sé enginn ágreiningur um nauðsyn á lengri opnunartíma Þjóðarbókhlöðunnar. Hún sagði samningsaðila hafa komist að niðurstöðu sem báðir væru ánægðir með, en sáttin verði borin undir háskólaráðsfund á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×