Innlent

Ósamræmi á milli kvartana og meintrar góðrar afgreiðslu stjórnvalda

Mynd/Stefámn Karlsson
Verulegur misbrestur er á því að ráðuneyti afgreiði erindi og bregðist við þeim á réttum tíma. Á sama tíma og ráðuneytin telja sig vinna eftir verklagsreglum sýna kvartanir almennings og fyritækja annað.

Þetta kemur fram í skýrslu Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns alþingis, þar sen fjallað fjallað er um helstu viðfangsefni ársins bendir umboðsmaður á að hann, jafnframt því að sinna fyrirspurnum, taki einnig upp mál að eigin frumkvæði. Árið 2002 hófst umboðsmaður handa við frumkvæðismál þar sem hann skoðaði skráningu og meðferð stjórnvalda á erindum sem þeim bárust og síðan svör við þeim. Umboðsmaður sagði talsvert ósamræmi vera á svörum stjórnvalda og þeim kvörtunum sem honum bárust. Og því væri afgreiðsla stjórnvalda ekki samræmi við það almenna verklag sem sagt var viðkomandi ráðuneyti eða stofnun fylgdu. Því er ákveðin mótsögn í svörum stjórnvalda og þeim málum þar sem greinilega er kvartað undan óskilvirkni.

Samkvæmt níundu grein stjórnarskrárlaga ber stjórnvöldum bæði skylda til þess taka ákvarðanir og úrskurða í málum svo fljótt sem auðið er og tilkynna um fyrirsjáanlega seinkun á afgreiðslu máls.

Mál, sem þessi þar sem kvartað er undan óskilvirkni stjórnvalda eru nú 17% allra mála sem umboðsmanni berast. Verði stjórnvöld skilvirkara má leiða má að því líkum að fækka megi þeim málum verulega sem umboðsmaður þarf að sinna.

Vegna fjárskorts og anna á öðrum sviðum er ekki enn búið að ljúka málinu og umboðsmaður bendir á að líta megi á þess athugun sem frumrannsókn og nauðsynlegt sé að framkvæma nýja rannsókn. Undirbúningur þeirrar rannsóknar sé nú þegar hafinn þar sem kanna á aftur verklag stjórnvalda á afgreiðslu mála þar sem sérstaklega er skoðað hvort níundu grein stjórnarskrár sé fylgt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×