Innlent

Ekki dulbúin einkavæðing

Halldór Ásgrímsson segir að ekki standi til að selja Ríkisútvarpið þó nú sé verið að endurskoða rekstrarform stofnunarinnar í tengslum við ný lög um RÚV.

Hann vísar fullyrðingum Kristins H Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, þess efnis að boðuð formbreyting á rekstri RÚV sé dulbúin einkavæðing alfarið á bug.

Kristinn hefur lýst því yfir að landsfundarsamþykk Framsóknarflokksins taki af allan vafa um að þingflokknum sé ekki heimilt að samþykkja einkahlutafélagavæðingu RÚV en því vísar Halldór á bug, en ítrekar þó að frumvarp um RÚV sé enn í vinnslu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×