Innlent

Fjórir af hverjum tíu halda framhjá

Fjórir af hverjum tíu Íslendingum hafa stundað framhjáhald. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri Durex kynlífskönnun. Könnunin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum en yfir þrjúhundruð og sautján þúsund manns frá fjörtíu og einu landi tóku þátt í könnunnni.

Rannveig Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, hún segir að framhjáhald sé algengt viðfangsefni í viðtölum og ráðgjöfum fjölskylduþjónustunnar. Hún á þó erfitt með að fullyrða hvort auking sé á framhjáhaldi hér á landi. Það komi henni þó ekki á óvart ef svo í ljósi þjóðfélagsbreytinga og aukins hraða í samfélaginu.

Á hverju ári leita í kringum 200 fjölskyldur til fjölskylduþjónustunnar. Algengast er að þeir sem til hennar leita vilji bæta hjónabandið. Þá kemur oft fram sú frásögn að framhjáhald hafi átt sér stað einhvern tímann og þó að ástæðan sé ekki alltaf framhjáhald þá kemur það oft upp viðtölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×