Innlent

Jarðvélar breikka Reykjanesbraut

Fyrirtækið Jarðvélar ehf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í tvöföldun Reykjanesbrautar en tilboð í verkið voru opnuð í dag. Tilboð Jarðvéla hljóðar upp á tæpa 1,2 milljarða eða rúm 75% af áætluðum kostnaði við verkið. Háfell ehf og Ris ehf í Reykjavík áttu næst lægsta tilboðið en fyrirtækin buðu 21 milljón hærra en Jarðvélar. Verkið sem um ræðir er tvöföldun á ríflega tólf kílómetra kafla frá Strandarheiði að Njarðvík, ásamt byggingu tveggja brúa við Vogaveg, tveggja brúa við Skógfellaveg, tveggja brúa við Grindavíkurveg og tveggja brúa við Njarðvíkurveg. Áætluð verklok eru þann 1. júní 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×