Fleiri fréttir

Ákæra birt

Ríkissaksóknari birti í gær karlmanni á þrítugsaldri ákæru fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Karlmaður á sextugsaldri beið bana í árásinni sem átti sér stað á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ.

Viðgerð frestað til sunnudags

Viðgerð á Farice-sæstrengnum, sem rofnaði við Edinborg í Skotlandi í gær og olli töf og truflun á talsímaumferð og netsambandi héðan við útlönd í gærmorgun, mun líklega ekki fara fram fyrr en aðfararnótt sunnudags.

Maersk Air komið í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Danskir fjölmiðlar greina frá því að eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, hafi keypt Maersk Air af A.P. Möller.

Annmarkar á minnisblaði

Verulegir annmarkar eru á minnisblaði Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, til að taka þátt í söluferli á Búnaðarbankanum, að mati tveggja hæstaréttarlögmanna, sem stjórnarandstaðan bað um álitsgerð um málið.

Essó vill sektir felldar niður

Eignarhaldsfélagið Ker, sem á olíufélagið Essó, ætlar í dag að stefna ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá sektir fyrir ólöglegt samráð felldar niður, þar sem ný skoðun leiði í ljós að félagið hafi ekkert grætt á samráðinu.

Lögreglumenn sekta sem aldrei fyrr

Lögreglumenn um allt land biðu ekki boðana í gær, eftir að skrifað hafði verið undir samning Ríkislögreglustjóra og Umferðarstofu um stórhert eftirlit á þjóðvegunum næstu þrjá mánuðina, og stöðvuðu og sektuðu tugi ökumanna.

SÍF selur hlutabréf

SÍF hagnaðist um fjögur hundruð og þrjátíu milljónir króna þegar félagið seldi í dag hlutabréf í gamla keppinautnum SH sem nú kallast Icelandic Group. Þetta eru hlutabréf sem félagið fékk við sameiningu Sjóvíkur og SH.

Heimsókn Taívana ergir Kínverja

Kínverjar eru æfir vegna komu utanríkisráðherra Taívans hingað til lands í dag og hafa í hótunum. Kínverska sendiráðið leitar allra leiða til að koma í veg fyrir heimsóknina. Sendinefnd frá Taívan með utanríkisráðherrann Dr. Tan Sun Chen í broddi fylkingar er væntanleg hingað til lands í dag.

Maersk Air í eigu Íslendinga

Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Um leið er orðið til fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það var eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, sem keypti Maersk Air af A.P. Möller.

Essó og Skeljungur lækka verð

Essó og Skeljungur lækkuðu í morgun verð á bensíni um eina krónu á lítrann og er algengt sjálfsafgreiðsluverð á stöðvum þeirra nú rúmar 109 krónur. Hækkkun um krónu á þriðjudag er því gengin til baka og eru þessar sveiflur íslensku félaganna nálægt því að vera eins og sveiflur á heimsmarkaðsverði þessa dagana.

Rektorsskipti við Háskóla Íslands

Rektorsskipti verða við Háskóla Íslands í dag þegar Kristín Ingólfsdóttir prófessor tekur við starfi rektors af Páli Skúlasyni sem gengt hefur stöðunni frá árinu 1997. Kristín er með doktorspróf í lyfjafræði og verður hún fyrsta konan til að gegna rektorsembætti við Háskóla Íslands.

Vísitala neysluverðs fer hækkandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um núll komma sjötíu og eitt prósent í júní frá fyrra mánuði og hefur hækkað um samtals 2,8 prósent á 12 mánuðum. Hækkunin síðustu þrjá mánuði jafngildir ársverðbólgu upp á eitt og hálft prósent.

OR utan við staðsetningardeilur

Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki blanda sér í umræður um staðsetningu nýrra álvera á landsbyggðinni þegar forstjóranum var meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu við Norðurál um orkusölu til nýs álvers í Helguvík. Orkuveitan skrifaði í gær undir 60 milljarða króna samning við Alcan á Íslandi og full sátt var um málið innan stjórnar Orkuveitunnar.

Kögun selur hlut í Opnum kerfum

Kögun seldi í dag allan hlut sinn í Opnum Kerfum group til eignarhaldsfélagsins Opin Kerfi Group holding. Eigendur eignarhaldsfélagsins eru auk Kögunar. Iða fjárfestingafélag sem er í eigu KEA og Straums fjárfestingabanka.

Menningartengt heilsuhótel?

Það stendur til að loka Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg og selja húsið hæstbjóðanda. Viðmælendum Fréttablaðsins datt helst í hug að hótel, leikhús, bókasafn eða heilsuhæli gætu verið þar til húsa í framtíðinni. </font /></b />

Yfirtökunefnd stofnuð

Mikil þörf er á starfi yfirtökunefndar að mati forstjóra Kauphallar Íslands, en nefndin tekur til starfa á morgun. Nefndinni er ætlað að fjalla um yfirtökur fyrirtækja og álitaefni tengd þeim. Um leið og nefndin tekur til starfa taka ný lög um verðbréfaviðskipti gildi.

Hestamannamót á Kaldármelum

Fjórðungsmót vestlenskra og vestfirskra hestamanna hefst á Kaldármelum í dag og eru um það bil 250 hross skráð til keppni. Þar verða meðal annars tölt- og skeiðkeppnir, opnar hrossum og knöpum úr öllum landsfjórðungum og ræktunar-og kynbótasýningar. Mótshaldarar búast við allt að tvö þúsund og fimm hundruð gestum.

Met í flugumferð

Vel yfir 500 flugvélar munu fara í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið fram að miðnætti sem er íslandsmet. Það sem ræður mestu um þessa miklu umferð eru hagstæðir háloftavindar á íslenska flugstjórnarsvæðinu fyrir flugvélar á leið vestur yfir Atlantshaf.

Réttindi samkynhneigðra

Össur Skarphéðinsson vill að á næsta þingi verði lögum breytt til að leyfa frumættleiðingar samkynhneigðra og kirkjuvígslu á hjónaböndum þeirra. Þetta sagði Össur í pistil á síðu sinni, Ossur.hexia.net. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé gróf mismunun gagnvart samkynhneigðum að þeir fái ekki að helga hjónaband sitt frammi fyrir guði ef að þeir eru trúaðir og óska þess," sagði Össur í samtali við Fréttablaðið.

Tvö hús grafin úr ösku

Tvö hús sem fóru á kaf í ösku í Vestmannaeyjagosinu 1973 verða grafin upp á vegum Vestmannabæjar í sumar með styrk frá Ferðamálaráði Íslands. Bærinn hefur keypt tíu hús sem fóru undir ösku í gosinu og er stefnt að því að grafa þau öll upp næstu tíu árin.

Bretinn mætti einn fyrir dóm

Paul Geoffrey Gill, 33 ára gamall Breti, mætti einn til þingfestingar máls á hendur honum og tveimur Íslendingum, Ólafi Páli Sigurðssyni og Örnu Ösp Magnúsardóttur, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Íslendingarnir eru sagðir vera í mótmælatjaldi við Kárahnjúka.

Ker vill niðurfellingu sekta

Þingfest var í Héraðsdómi Reyjavíkur í gær kæra eignarhaldsfélagsins Kers, sem á Olíufélagið Essó, á hendur ríkinu og samkeppnisyfirvöldum til að fá ógiltan fyrri úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar um samráð olíufélaganna.

Tugir látast úr blóðeitrun árlega

Blóðeitrun, öðru nafni sýklasótt, er stóralvarlegt og vaxandi vandamál hér á landi, sem og á öðrum vesturlöndum. Talið er að 50 - 60 manns látist árlega hér á landi af völdum þessa skæða sjúkdóms.

Íþróttafélög semja við borgina

Sextán íþróttafélög skrifuðu undir samstarfssamninga við Reykjavíkurborg, Íþrótta og tómstundarráð, og Íþróttabandalag Reykjavíkur um stuðning við félögin og er heildarfjárhæð samningsins 4,4 milljarðar króna.

Braut glas framan í öðrum

Aðalmeðferð í máli 23 ára Keflvíkings sem ákærður er fyrir fjölda afbrota fór fram í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Maðurinn stal farsímum, veskjum, misnotaði greiðslukort sem hann stal, braust inn í bíla, veitingastað og söluturn, var gripinn með eiturlyf og braut glas framan í öðrum manni.

Gæsluvarðhald vegna fíkniefna

Rúmlega fertugur maður í Reykjavík hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, eftir að talsvert magn af fíkniefnum fannst heima hjá honum við húsleit.

Vilja bráðabirgðakvóta á loðnu

Bæjarráð Siglufjarðar leggur til að kannaðir verði mögurleikar á því að gefinn verði út bráðabirgðakvóti á loðnu. Ráðið lýsir yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum af stöðu mála varðandi loðnuveiði í sumar og leggur áherslu á að rannsóknir og veiðar verði ekki slegnar af strax.

Fjöldafall í löggildingarprófum

Rúmlega 64 prósent af 78 manna hópi féllu á fyrsta áfanga löggildingarnáms til fasteignasölu sem er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Feðrum í fæðingarorlofi fjölgar

Foreldrum í fæðingarorlofi hefur fjölgað um rúmlega tvö þúsund á síðustu tveimur árum, samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Miðlæg bólusetningarskrá

Miðlæg bólusetningarskrá er það sem koma skal, nái tillögur stýrihóps á vegum sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra fram að ganga. 

Íslensk hryssa dvelur með kengúrum

Hryssa af íslenskum ættum, Dana, eyðir nú dögunum í félagsskap kengúruhóps í Ástralíu. Í haganum hjá henni eru líka tvö önnur hross, einnig af íslenskum uppruna.

Ráðherra í leyniheimsókn

Dr. Tan Sun Chen, utanríkisráðherra Taívans, kom hingað til lands í gær. Kínverskum embættismönnum gremst heimsóknin en íslensk stjórnvöld ítreka að ráðherrann sé hér einungis í einkaerindum

Fimm prósent neyta eiturlyfja

Eiturlyfjaneytendur voru um tvö hundruð milljónir á síðasta ári. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um eiturlyfjaneyslu í heiminum, þar sem teknar voru saman tölur frá árunum 2003 og 2004. Það eru fimm prósent jarðarbúa ef miðað er við aldursbilið 15 til 64 ára. Fjölgun neytenda var um fimmtán milljónir milli ára og segja skýrsluhöfundar enga von um að hún verði minni á næsta ári.

Fíkniefni í Norrænu

Tollverðir á Seyðisfirði fundu rúmlega fjögur kíló af hvítu dufti við komu ferjunnar Norrænu í morgun, en grunur leikur á að efnið sé amfetamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa tveir Litháar verið handteknir vegna málsins.

Uppnám vegna heimsóknar

Uppnám ríkir í viðskiptalífinu og innan utanríkisþjónustunnar vegna hótana kínverskra yfirvalda. Þau eru ævareið vegna komu taívanskrar sendinefndar hingað til lands og hóta aðgerðum.Sendinefnd með sjálfum utanríkisráðherra Taívans kom hingað til lands síðdegis og hóf þar með óformlega heimsókn sem valdið hefur töluverðu uppnámi.

Nýr rektor

Kristín Ingólfsdóttir prófessor tók við embætti rektors Háskóla Íslands við athöfn í hátíðarsal skólans í dag. Páll Skúlason fráfarandi rektor, sem afhenti arftaka sínum tákn rektorsembættisins, rektorsfestina.

Paul Gill játar

Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, játaði húsbrot og stórfelld eignaspjöll fyrir héraðsdómi í morgun en lýsti efasemdum sínum um að tjónið væri jafn mikið og bótakrafan hljóðaði upp á. Dómur í máli hans verður kveðinn upp á morgun.

Halldór vísar á Ríkisendurskoðun

Forsætisráðherra hefur ekkert að segja um pantað lögfræðiálit stjórnarandstöðunnar, eins og það er orðað. Hann vísar á Ríkisendurskoðun sem sé sjálfstæð eftirlitsstofnun Alþingis. Lögfræðingar sem unnu nýtt álit fyrir stjórnarandstöðuna segja að ráðherrann hafi verið starfsmaður ráðherranefndar um einkavæðingu í skilningi stjórnsýslulaga og hefði því átt að vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu.

Ker ekki að gangast undan ábyrgð

Lögmaður Kers hf. segir félagið ekki vera að gangast undan ábyrgð á samráði olíufélaganna með máli félagsins á hendur ríkinu sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Olís og Skeljungur stefna einnig að því að kæra úrskurð samkeppnisyfirvalda fyrir lok júlímánaðar.

Vinstri grænir tvístígandi

Tryggvi Friðjónsson fulltrúi vinstri grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur studdi ákvörðun um að Orkuveita Reykjavíkur seldi Alcan helming raforku sem þarf til að stækka álverið í Straumsvík. Margir vinstri grænir eru þó tvístígandi.

Yfirtökunefnd tekur til starfa

Yfirtökunefnd sem fjallar um yfirtökuskyldu á hlutabréfamarkaði tekur til starfa á morgun. Markmiðið er að vernda betur minnihluta og hinn almenna fjárfesti í hlutafélögum og greiða úr álitaefnum sem snerta yfirtökur.

Aldrei meira af fíkniefnum

Tveir erlendir farþegar voru handteknir í gær eftir að fjögur kíló af hvítu efni sem annað hvort mun vera amfetamín eða kókaín fundust í bifreið í Norrænu í gærmorgun. Það voru fíkniefnahundar lögreglunnar sem þefuðu efnin uppi en þau fundust í hólfi aftarlega í bifreiðinni skömmu eftir að hundarnir komu lögreglumönnum á sporið.

Stefnir í upplausn R-listans

Auknar líkur eru á að störfum viðræðunefndar flokka R-listans ljúki með því að listinn verði leystur upp, segir heimildarmaður Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna. Það er ágreiningur Vinstri grænna og Samfylkingar um fjölda fulltrúa hvers flokks á listanum sem gæti riðið R-listanum að fullu.

Sjá næstu 50 fréttir