Innlent

Tryggvi forstjóri Neytendastofu

Tryggvi Axelsson lögfræðingur hefur verið skipaður í stöðu forstjóra Neytendastofu. Tryggvi var forstjóri Löggildingarstofu frá árinu 2003 en sú stofnun var lögð niður vegna gildistöku nýrra laga um Neytendastofu og talsmann neytenda. Tryggvi starfaði í viðskiptaráðuneytinu 1986-2003 að viðskipta- og neytendamálum. Auk embættisprófs í lögfræði og málflutningsréttinda hefur Tryggvi MBA gráðu í viðskiptafræðum og stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við störfum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×